Leita í fréttum mbl.is

Gangur himintungla og við

gangur himintungla

Á fæðingarstundu þinni er jörðin, tunglið og sólin í ákveðinni afstöðu og sú afstaða kemur ekki upp aftur fyrr en að 18 árum og 7 mánuðum liðnum og þá vill það oft gerast að við tökum afdrifaríkar ákvarðanir um breytingar á lífi okkar.

 Þegar ég var 18 ára 7 mánaða og tveggja daga tók ég stóra beygju í lífinu og við tók algerlega nýtt tímabil.

18 árum síðar og 7 mánuðum og tveimur dögum eftir það flutti ég úr landi og fór í nám og byrjaði algerlega nýjan kafla í lífi mínu. Einn stjörnuspekingur sem ég hitti..var að segja mér frá þessu...sagði líka að stundum fengi fólk mjög sterka tilfinningu fyrir að gera breytingar á þessum tímum...en svo færi það líka eftir hversu fljótt fólk bregst við því sem það finnur innra með sér...

Samt gaman að skoða þetta....

Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hvaða stjörnumerki eru bloggvinir mínir í??? Svona til gamans

Ég er tvíburi með rísandi steingeit. Það er víst sjaldgæf blanda þetta með tvíburann og rísandi steingeitina...algerar andstæður þarna á ferð en ef þeim tekst að ná samkomulagi verð ég stórkvendi!!!

Miðað við hvernig það gengur hjá mér sé ég að það verði svona um 785 ára aldurinn.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.3.2007 kl. 21:05

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ljón, rísandi bogmaður! Með fullt af krabba (tungl og venus) og líka jörð.

Guðríður Haraldsdóttir, 29.3.2007 kl. 21:18

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ljón með rísandi vog. Semsé sáttfús ærslabelgur. Eitthvað meira í vog og svo tvíbura og...man þetta ekki lengur.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.3.2007 kl. 21:46

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

PS:  Mikið er gaman að sjá mynd af fyrirsætu sem er ekki í fatastærð 6

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.3.2007 kl. 21:46

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er steingeit með rísandi sporðdreka. Hm..

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.3.2007 kl. 22:06

6 identicon

Vá... ég fór að telja hvenær ég var 18 ára og 7 mánaða, og almáttugur hvað það var mikið að gerast hjá mér á þessum tíma. :)Kannski er þetta tilviljun, en mér finnst hitt eiginlega athyglisverðara.
Sjáum hvernig verður eftir hin átján árin.

Maja Solla (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 23:46

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég er ljón með rísandi? Man það ekki en er fædd 1. ágúst.

Svava frá Strandbergi , 30.3.2007 kl. 01:19

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Frábær mynd!!

Ég er Naut... veit ekkert um þetta rísandi dót Hvernig kemst ég að því?

Heiða B. Heiðars, 30.3.2007 kl. 01:41

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góðann daginn 

Ég er ljón með rísandi sporðdreka  

Guðrún Þorleifs, 30.3.2007 kl. 05:26

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mjög áhugavert !ég þarf að reina að rifja upp hvað ég gerði á þessum tímum, flott að þú skulir muna það.

hafðu fallegan dag og fullt af ljósi til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.3.2007 kl. 05:36

11 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ég er steingeit og stolt af því.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 30.3.2007 kl. 08:34

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Heiða þú getur eflaust farið inn á einhverja stjörnuspekisíðu og slegið inn upplýsingunum þínum og fengið kort með því helsta og séð hvar þú ert rísandi. Rísandinn er sú orka sem verður sterkari með árunum og hefur meiri áhrif eftir því sem þú eldist. Þýðir að einn góðan veðurdag verð ég ekki lengur  kærlulaus galgopi heldur alvörugefin og metnaðarfull kona...

WWW.astrologyzone.com síðan hjá Susan Miller er góð og mánaðarstjörnuspáin mjög ítarleg fyrir þá sem hafa gaman af því.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.3.2007 kl. 09:08

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er fiskur.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.3.2007 kl. 09:40

14 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Ég er vog með rísandi hrút :P veit samt ekkert hvað það þýðir!

Lúðvík Bjarnason, 30.3.2007 kl. 11:22

15 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Nei ég er með rísandi bogmann :) las þetta vitlaust

Lúðvík Bjarnason, 30.3.2007 kl. 11:23

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er meyja, og er búin að gleyma nema að það var máni í liðinu hjá mér, þarf að finna stjörnukortið mitt.  Flott mynd, þessi ætti að taka þátt í óbeisluðu fegurðarsamkeppninni sem haldinn verður núna 18 apríl á Ísafirði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2007 kl. 11:36

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

sniðugt!!! þegar ég var 18 ára og eitthvað mánaða flutti ég að heiman! rúmum átján árum síðar skildi ég og fann hamingjuna á ný!!

Er tvíburi með rísandi sól minnir mig - frekar en mána.... hmmm þarf eitthvað að skoða þetta betur

Hrönn Sigurðardóttir, 30.3.2007 kl. 14:01

18 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Svo gerist náttla eitthvað þarna akkúrat á milli..tungln+oðan fer að skyggja á eitthvað..afsakið minnið að gefa sig...þegar maður er 9 ára og 3ja og hálfsmánaða..svona c.a.

Kemur oft fram hjá börnum að þau byrja að upplifa sig mjög sterkt sem séreiningu í alheiminum..ekki lengur hluti af mömmu og pabba og umhverfinu..einstaklingseðlið kemur inn og stundum fá börn þá grilliu á þessu ferðalagi að þau séu örugglega ætleidd eða enginn elski au. Upplifa sig alein. Þetta er hluti af þroskaferli sem stendur svo næstu 9 árin þegar manneskjan fer í gegnum kynþroskaskeiðið og verður fullorðin. Þá aer mikilvægt að við fullorðna fólkið skiljum þetta ferli og veitum þeim fullvissu um að þau eru elskuð og virkilega mikils metin...það hjálpar svo mikið við þetta ferðalag og getur skipt sköpum hvernig þau koma svo út hinu megin...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.3.2007 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband