Leita í fréttum mbl.is

Að vita meira og meira, meira í dag en í gær.

10046320

Nenni ekki að blogga neitt...var að klára allt blekið í prentaranum við að prenta út gasalega spennandi efni sem ég ætla að taka með mér í rúmið og lesa fram á nótt. Þá vakna ég mun vitrari í fyrramálið. Batnandi konu er best að lifa. Það er svo ótrúlega mikið sem ég á eftir að læra. Alveg hreina satt sem einhver sagði einhverntímann..örugglega spekingur. Eftir því sem maður lærir meira því betur kemst maður að því hvað maður veit  í raun lítið. Er samt spennt að skoða þetta mál betur...fjallar um þetta vídeó sem ég setti inn fyrr í dag. Um hvernig tilfinningarnar hafa áhrif á heilsuna og hvernig lækning getur orðið með heilun á þeim. Svo nú er ég búin að prenta út fullt af efni um málið til að skoða betur. Já ég er bara svona. Þarf alltaf að vita meira og meira..meir í dag en í gærInLove Fæddist með þessa óendanlegu forvitni og fróðleiksfýsn.

Sofið rótt og munið að setja allar neikvæðar hugsanir og tilfinningar út fyrir áður en þið farið að sofa elskurnar. Það bætir hressir og kætir eins og rautt ópal og malt. Gefur meira að segja frísklegra útlit líka!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Búin að bera mínar neikvæðu út í minn andlega bakgarð, grafa þær og hoppa ofan á þeim.  Gn. Smútsj

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2007 kl. 21:41

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 fyndið.... prentaði þetta út líka og ætla að lesa og skoða...

 

Hrönn Sigurðardóttir, 24.4.2007 kl. 21:49

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

'Eg er jákvæð núna elsku Katrín mér líðu betur núna  það er þér að þakka og hinum bloggvinum  líka.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.4.2007 kl. 23:24

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi hefur þú fengið einhvern svefn Katrín mín.  Ekki bara setið og lesið alla nóttina.  Hér er fallegur dagur í dag.  Sól og blíða.  VOR.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2007 kl. 08:16

5 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Hvaða fróðleik tókstu með þér í rúmið?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 25.4.2007 kl. 09:07

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er að lesa um EFT..Emotional Freedom Techniques. Where astonishing emotional relief leads to profound physical healings.

Það semég náði að lesa um áður en ég sofnaði var um mjög merkilegan árangur hjá fyrrverandi hermönnum sem eru enn í truam amörgum árum síðar vegna þess sem þeir upplifðu í stríðshryllingnum og eru enn ásóttir af minnningum og martröðum og svefnleysi. Fyrir suma þeirra dugði klukkutíma meðhöndlun sem byggir aððallega á því að "tappa" banka með fingrum á orkupunkta á´líkamanum til að leysa þetta trauma upp. Óg árangurinn heldur áfram og áfram. Hulda mín vídeóið sem ég setti hér inn..slóðin í færslunni fyrir neðan er einmitt um þetta..og þar gat ég prentað út þetta efni..87 bls minnir mig. Ég lærði aðeins grunntæknina í Tappig fyrir nokkru árum eftir að hfa einmitt fengið meðferð við fóbíu sem hreinlega hvarf við þá meðferð. Svo forvitni mín var vakin...vissi samt ekki að þetta væri alveg svona mikið spennandi.

Jæja..best að vinna..var að koma úr skógargöngunni..bara frábært!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.4.2007 kl. 09:15

7 Smámynd: www.zordis.com

  Er að stelast að kíkja ...... kvitt og á báðar!

www.zordis.com, 25.4.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 310954

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband