Leita í fréttum mbl.is

Röfl án titils

Fyrst byrja ég á varnaðarorðum......þetta er ekki hugræn atferlismeðferð sem þið fáið núna með því að kíkja við á blogginu mínu. Ég þarf fyrst að röfla heil ósköp og svo sjáum við til með allt þetta gasalega góða og yndislega í heiminum.

Fólk og fréttir

Í morgun þurfti ég að tala við vanskapaðan fasteignasala sem er búinn að missa minnið. Símastúlkan hans er líka búin að missa minnið því hún man aldrei eftir að koma skilaboðum til skila og nú held ég að lögfræðingurinn minn sé búinn að missa vitið. Hann bara veit ekkert í sinn haus..ekki einu sinni hvað eru lög og hvað eru reglur. Hvað þá að hann kunni almenna mannasiði.  Er það skrítið að maður verði smá pirraður þegar dauðasyndirnar sjö virðast ráða ríkjum hvar sem fleiri en tvær krónur eru saman komnar í nafni gróða? Og hvernig er hægt að reka fyrirtæki þar sem enginn man hvað hann sagði í gær og bullar bara upp nýjan sannleik daglega og er frumlegri og hugmyndaríkari en ég í sköpuninni og er þá mikið mælt!!

human face 2

 Kannski ráð að spyrja stjórnmálamenn um hvernig þetta er gert. Nei annars ég er hætt að ergja mig á pólitíkinni. Hef bara eina spurningu um kosningarnar og það allt áður en ég held áfram jarðnesku röfli mínu. Mega ekki kjósendur alveg skipta um skoðun og fá að breyta atkvæði sínu núna þegar það kemur í ljós að það er hvort eð er ekkert mark tekið á þeim.? Mega þeir ekki segja..hey þó ég hafi sagt Á í gær meina ég T í dag. Ég var bara að ljúga þegar ég kaus..ok? Maður sér bara fullt af fólki sem var í framboði gera þetta og það fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og alles. Eins og þau kunni ekki að skammast sín.

Það mætti nú kenna sumum þá list að skammast sín. Þó að skömm sé verulega neikvæð og vond tilfinning og geri engum gott þá er samt allavega nauðsynlegt að kunna skil á réttu og röngu..er það ekki? Mér er stundum lífsins ómögulegt að lesa í þennan heim og mannfólkið. Svo er sagt að við lifum öll í rökhyggjunni og gleymum hjartanu en samt er varla nokkurstaðar heilbrigða skynsemi og sanngirni að sjá í neinu.  Bara næstum hvergi!

Eins og frændi vitlausa lögrfæðingsins sem kann ekki mannasiði og góða framkomu sitji einhversstaðar og stjórni heiminum fullur og frekur.Og allir trúi því að hann sé einmitt maðurinn sem við ættum að hlusta á. Einhver sem mætir í vinnuna sem ráðgjafi okkar en gleymir alltaf hausnum heima. Hvaða vit er í því??'

200510027-001

Já...ég segi ekki meir.

 Enda hef ég röflað það vel og mikið að ég anda nú eðlilega og sé skýrt. Komin með súrefni til heilans og farin að muna hvað skiptir máli. Og hvernig breytingar gerast á svona plánetum. Innan frá og út. Anda inn og anda út og finna fyrir ljósinu í hjartanu og senda það í hausinn á öllum vitleysingunum þarna úti svo þeir megi líka finna sinn innri frið visku og gæsku.

Oh..þarna missti ég mig aðeins..en Guð fyrirgefur mér..hann sér nefninlega að ég er svolítið að grínast núna. Þó mér sé á sama tíma fúlasta alvara líka.

Maður má gera bæði.

jésú

Við skulum enda þetta röfl reiðrar húsmóður á fallegri sögu sem er mjög lærdómsrík og á einmitt svo vel við boðskap dagsins.

Einu sinni var indíáni spurður hvort hann vissi hvað samviskan væri.

"Já sagði hann...ég þekki hana. Hún er þríhyrningur hérna inni" sagði hann og benti á brjóstið á sér. Hún er með beittum hornum. Þegar maður gerir eitthvað rangt eða lýgur snýst samviskan svo beittu hornin skera holdið og meiða og manni blæðir. En ef maður gerir eitthvað vont og lýgur nógu mikið og nógu oft rúnnast hornin smátt og smátt af og maður finnur ekkert fyrir þegar hún snýst. 

10119366

Munið svo að passa vel uppá hornin á ykkar samvisku í dag góðu bloggarar.

Og anda inn og anda út ljósi til allra sem á þurfa að halda.

Líka til mín takk!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Flottur pistill hjá þér, indjána útskýringin með samviskuna er virkilega rétt.  Héf ekki séð hana áður.

Tómas Þóroddsson, 15.5.2007 kl. 11:48

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábær pirringar færsla, sem er hluti af øllu hinu. ég sendi thér fullt af ljósi, og vona ad allt vedi gott. muna ad sá sem er manns versti óvinur, er sá sem er manns besti vinur, thví thad er thar sem vid sjáum hversu vel gengur í ad vinna med sjálfan sig, eitt skref í einu og brosa framan í heiminn thá mun heimurinn brosa til thín

knús og ljós

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.5.2007 kl. 12:03

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já sagan um indíánann er svo flott..lá við að ég hringdi í fasteignasalann og suyrði..Hey hvað þurftir þú að ljúga miklu þar til þú hættir að finna fyrir samviskunni??? Ohh byrja ég aftur. Sko Steina mín...það sem ég lærði í morgun að ég er mjög flink í rökræðum og læt ekki haggast..er rökföst og kurteis við skúrka og eiginlega bara miklu klárar þó ég segi sjálf frá...og grét ekki einu einasta reiðitári meðan ég var í símanum. Það er nú vel af sér vikið..ha? Og ungi saklausi aðstoðarmaður lögfræðingsins ætlar að redda þessu klúðri segir hann...strax í dag og hér sit ég og sendi ljós á þá alla. Enda eru þetta vinir mínir rétt eins og þið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 12:39

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er lífsnauðsynlegt að pirra sig stundum bara til að ræsa líkamann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 13:35

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er eins gott að blása úr sér aðeins öðru hverju svo þetta rusl sitji ekki fast í manni.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 14:36

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jamm..nauðsynlegt að pústa aðeins... tvisvar á dag amk

En flottur pistill KataSkata! Býð þér í kaffi af því tilefni

Heiða B. Heiðars, 15.5.2007 kl. 15:46

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott mín og jamm það er gott að pústa öllu út.  Segi nú ekki margt.  Knús til þín líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2007 kl. 15:58

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Alltaf gott að fá góðan kaffisopa eftir vindasaman dag..spurning hvenær maður kemst suður. Hey fallegu og góðu mennirnir sem ég var að ergja mig yfir í dag hafa séð að sér, hringdu og buðu lausnir sem eru sanngjarnar. Gott að vita að samviskan þeirra er ekki alveg rúnnuð á hornunum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 19:36

9 Smámynd: www.zordis.com

Argans garg og manni líður eins og snigli þegar hlutirnar áttu að gerast í gær!  Það sem ég hef lært er hvað þolinmæðin er mikilvægur þáttur sem þó hefur ekkert að gera með ókurteisi og óprúttna náunga sem gera ekki neitt nema fyrir eigin hagsmuni!  Ef maður gæti öskrað af hjartans lyst með hafgoluna í fanginu væri margt ráðið í svipan

Skynsemin vinnur marga sigra

www.zordis.com, 15.5.2007 kl. 19:55

10 Smámynd: bara Maja...

 flottur pistill að vanda !!!

bara Maja..., 15.5.2007 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 311073

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband