Leita í fréttum mbl.is

Dansandi dilemma konu

Jæja nú er komið að því að ég fer og leyfi hárgreiðslukonunni minni að komast í tæri við ærið verkefni. Hún þarf a.m.k einn tvöfaldan ef hún á að geta tjónkað við hárstrýið á mér og gert mig glaða. Þetta er mín dansandi dilemma...hvernig hairdo ætti ég að fá mér?. Hvað hæfir og hentar svona kerlu eins og mér?? Ég er hundrað sinnum hræddari við hárgreiðlukonur en tannlækna.

Er ég tískudrós eða tataratýpan?

 Gala eða gleðikona?  Hippi eða hefðarfrú? Hvað haldiði að fari mér best?  Og að maður tali nú ekki um litinn. Rautt eða röndótt? Músabrúnt eða mógult? Svart eða sítt? Toppur eða tjásur? Liðað eða látlaust? Hrokkið eða hangandi?

Er það á konu leggjandi að taka ákvörðun um hárgreiðslu og stíl? Nei ég held ekki og því legg ég hár mitt í ykkar hendur og bið um ráð. Hvernig teljið þið að mér fari best að greiða mér?

 Ég vil taka það fram að ég á ekki greiðu enda nota ég aldrei slíkt tól.

217845 

Ég treysti á ykkur.

 Eina sem ég fer fram á er að ég verði ómótstæðilega fögur og fín eftir meðferðina og vörubílstjórar flauti á eftir mér á götum úti.

Takk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Hvernig er hárið á þér núna? Ertu með grunninn í að hægt sé að gera nánast hvað sem er? Skelltu inn einni mynd .. ég get ekki ráðlagt þér með greiðslu nema að sjá þig, woman!!

Hugarfluga, 17.5.2007 kl. 15:58

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ábyrgðarleysi er þetta í þér kona! Treysta okkur blogglýðnum fyrir svo vandasamri ákvörðun! Úff... Hárgreiðslukonan er fagaðilinn, henni áttu að treysta! Mundu bara að segja henni þetta með greiðuna...

Segir þessi sem ekki hefur farið í klippingu síðan í ...... af því að .... veit .... .... ... vill

Vona að sólin sé farin að skína hjá þér, þá gerir minna til ef klippingin klikkar og ef hitinn er líka að lagast, þá gerir heldur ekki svo mikið til þó liturinn klikki

Guðrún Þorleifs, 17.5.2007 kl. 18:26

3 Smámynd: www.zordis.com

Ég ráðlegg þér að djúpnæra þig .... strjúka svo hárið þitt eftir 2 b vítamínskammta og spá .... spekulera ..... spá meira og þá ákveða sjálf útfrá lífsskeiði hvað gæti hentað þér!

Veit nákvæmlega hvað þetta er erfitt og mæ gúddness ég stend í sömu sporum og þú .... Ætla ekki að endurtaka bloggið þitt en þetta kom frá mínu granna hugarstríi! 

www.zordis.com, 17.5.2007 kl. 20:02

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hafðu hárið wilde og hippalegt með rauðum og gylltum strípum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2007 kl. 20:59

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hafðu hárið vild og þú er það flottast svoleiðis og hafðu það gott í dag.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.5.2007 kl. 09:46

6 Smámynd: bara Maja...

Hárdilemmur eru skemmtilegar dilemmur, ég elska að fara í hárdú og koma ljómandi fín út... svo lengi sem það nú dugar  þegar ég loka augunum þá sé ég þig fyrir mér dökkhærða með axlarsítt hár, nokkrar dansandi strípur og liðir og lokkar hér og þar... er ég nálægt ?

bara Maja..., 18.5.2007 kl. 13:30

7 Smámynd: www.zordis.com

www.zordis.com, 18.5.2007 kl. 15:50

8 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

BLOGGVINIR: Vegna góðra viðbragða við birtingu á þýðingu á smásögu eftir Tolkien (Laufblað eftir Nostra) á blogginu mínu hef ég ákveðið að birta frumsamda smásögu eftir sjálfan mig (sic!) á blogginu. Sagan er hér ef þið hafið áhuga:

Ásgeir Rúnar Helgason, 18.5.2007 kl. 22:26

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Bleikt hár? Nja ... annars líst mér ágætlega á sumar tillögurnar hér að ofan.

Guðríður Haraldsdóttir, 18.5.2007 kl. 22:42

10 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég skil ekki svona hairdo-pælingar. Það næsta sem ég kemst slíkum kvenlegheitum er að gefa hundum sumarklippingu og kemba ösnunum :)
Annars finnst mér skærbleikur litur á hári ágætur. Hár í öllum regnbogans litum væri líka spennandi. Og bæði stutt og sítt í einu, hér og þar. Afhverju að velja eitthvað eitt þegar maður getur haft þetta allt í einu?

gerður rósa gunnarsdóttir, 18.5.2007 kl. 23:13

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú ert hippakona með gala-ívafi, víðsýn, fjörug og fyndin. Getur þó sigið niðrí dálitlar dýfur. Hefur meiri áhuga á kjarna en yfirborði. Kannt best við þig ef hárið er hreint, lifandi, en smart. Nennir ekki að hafa of mikið fyrir þessu, þrátt fyrir gala-ívafið. Hafðu það náttúrulegt með rauðbrúnum og gylltum strípum eins og einhver glöggur stakk uppá hér að ofan.   - Am I a little bit right?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.5.2007 kl. 23:29

12 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Þú ert ósköp einfaldlega fegursta kona sem ég hef aldrei séð.

Ingi Geir Hreinsson, 19.5.2007 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 311067

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband