Leita í fréttum mbl.is

Úrslit eru ljós! Sigurvegari í sögu og ljóðakeppninni er .....Marta Smarta!!!!

Marta B. Helgadóttir fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í fyrsta sætið fyrir smásögu sína Gestaboð.

Jón Steinar Ragnarsson og Anna Einars voru svo jöfn að stigum í öðru sæti fyrir frábær ljóð sín.

Þemað að þessu sinni voru 5 konuímyndir sem þátttakendur völdu svo eina til að semja sögu eða ljóð um.

Ég óska Mörtu innilega til hamingu með sigurinn og frumraun sína sem tókst svona afskaplega vel. Mér segir svo hugur að við eigum eftir að sjá meira á prenti eftir þessa snjöllu konu. Yndislegt bara þegar fólk finnur takt við sköpunargáfuna í sér sem er ein mikilvægasta grunnþörf okkar allra. Að skapa eitthvað á hvað sviði sem það er.

Marta fær að launum eftirprentun að eigin vali eftir einu verka minna úr galleríinu hér við hliðina. Marta mín þú sendir mér svo bara e mail um hvaða eftirprentun þú vilt fá og hvaða stærð. A4 eða A3

Marta valdi eftirprentun af þessu verki.

Tvíburakona.

tvíburakonan

Olía á striga.

Takk kærlega þið öll sem tókuð þátt og fyrir frábærar sögur og ljóð. Held að það hafi margir haft gaman af að lesa verkin ykkar.

Hægt er að sjá allar sögur og ljóð í þarnæstu færslu hér fyrir neðan.

Góðar stundir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þetta var flott keppni! Mér fannst eins og fresturinn til að kjósa væri til miðnættis í kvöld ... sorrí. Til hamingju Marta smarta!

Guðríður Haraldsdóttir, 19.8.2007 kl. 12:23

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

skemmtileg keppni....... góð hugmynd...... til hamingju Marta Smarta

Fanney Björg Karlsdóttir, 19.8.2007 kl. 13:10

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Til hamingju Marta  

Þú áttir þetta svo sannarlega skilið

Ágúst H Bjarnason, 19.8.2007 kl. 13:20

4 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju Marta Smarta! 

Frábaert framtak hjá þér kæra Katrín ....

www.zordis.com, 19.8.2007 kl. 13:38

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju Marta  þú áttir þetta skilið.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.8.2007 kl. 14:05

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju marta, og þið hin !

og til hamingju katrín fyrir þetta góða framtak !

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.8.2007 kl. 14:30

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég er alveg orðlaus. Takk innilega fyrir mig öllsömul Þessi skemmtilegi litli leikur hefur verið gefandi ævintýri fyrir mig, ekki síst að stíga yfir þann þröskuld að þora, því ég hef ekki sent frá mér efni fyrr. En einhversstaðar þurfa allir að byrja og vonandi þori ég oftar í framtíðinni.

Sjálfri fannst mér mörg ykkar betur að verðlaunum komin heldur en ég

Myndin sem mig langar til að velja heitir "tvíburakonan"

Takk innilega fyrir jákvæð viðbrögð, betri hvatningu er bara ekki hægt að hugsa sér.

Marta B Helgadóttir, 19.8.2007 kl. 14:51

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Aha..núna man ég. Hvernig gat þetta hrokkið úr minni mínu? Zordís valdi einmitt Tvíburakonuna líka þegar hún vann sögukeppnina fyrir nokkru síðan. Mér telst svo til að núna hafi hún farið fram fjórum sinnum hér. Og Það verður örugglega framhald á þar sem þátttakan hefur verið vonum framar. Verður spennandi að velja eitthvað alveg nýtt þema þegar þar að kemur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.8.2007 kl. 15:19

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábærlega vel lukkuð hugmynd hjá þér Katrín. Ofboðslega finnast mér myndirnar þínar fallegar, hvað heitir þessi í færslunni hér fyrir ofan? Vona að það verði framhald af þessum smá samkeppnum hjá þér, ég ætla að vera með næst. 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2007 kl. 15:27

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ásdís mín takk fyrir. Já það verður örugglega framhald...ég er þegar komin með frábæra hugmynd að næsta þema....látið ykkur hlakka til.

Myndin heitir Tvíburakona sem er hér fyrir ofan. Núna þarf ég að hringja í Ray hvíthærða mótorhjólatöffarann minn sem tekur fyrir mig myndir af málverkunum og gerir fyrir mig eftirprentanir og fá hann til að gera eina af tvíburakonunni fyrir Mörtu. Það er hægt að panta eftirprentanir af öllum myndum sem eru í galleríinu í stærðum A4 eða A3 og svo verður fólk bara að láta setja í karton og ramma eftir smekk. Myndunum mínum finnst voða gaman að fara á flakk og fá ný heimili til að sýna sig á

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.8.2007 kl. 15:57

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Til hamingju Marta mín.  Verðskuldaður sigur. 

Anna Einarsdóttir, 19.8.2007 kl. 17:08

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju Marta.  Flott hjá þér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2007 kl. 18:03

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Frábært. Gaman að þessu. til hamingju Marta mín.

Jóna Á. Gísladóttir, 19.8.2007 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 311095

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband