Leita í fréttum mbl.is

Líkamans lásar, tapað fundið og tindarnir.

Muniði um daginn þegar tölvan mín fór að láta illum látum og henti öllu sem ég hef skrifað og skapað út í buskann og ég var frekar leið. Núna er allt komið í leitirnar og ég hef tekið gleði mína á ný og er alsæl.  En meðan ég hélt að allt væri tapað og farið snéri ég mér að fullum krafti að skapa bara nýtt í staðinn sem er heldur betur að öðlast líf.

Þannig að þetta var bara gott rými sem þarna skapaðist og margt frábært sem leit dagsins ljós í þessu þokumistri sem umvafði á mér höfuðið. Nýr gluggi opnaðist og útsýnið innanfrá og út fékk nýjan tilgang.

Hin þögla rödd hið innra ákvað að láta í sér heyra.

00

Nú er dagur að kveldi kominn og ég er búin að læra svo margt. Í morgun þegar ég vaknaði sat allt fast í líkamanum. Gat ekki hreyft höfuðið og mest alla hægri hliðina niður að mitti. Hálsinn og öxlin voru í sársaukafullu verkfalli. Og ég kunni engin ráð til að bjarga mér. Eftir að hafa legið. stunið og kvartað fékk ég hugdettu.

Byrjaði að hreyfa þá parta sem voru hreyfanlegir...fannst eins og þetta væri gestaþraut...að koma líkamanum í stellingar sem losuðu um þessa lása. Hlustaði gaumgæfilega á hvað líkaminn vildi og gerði mjög frumlegar og örugglega skondnar æfingar sem byrjuðu að losa hægt en örugglega um verkinn.

 Minn betri helmingur horfði á mig engjast þarna eins og ormur í rússneskri fimleikakeppni í rúminu en sagði ekkert. Enda farin að venjast undarlegum tiktúrum í sinni konu. Þetta endaði svo með því að ég stóð upp og gat hreyft mig á alla kanta og verkurinn var næstum horfinn.

Svo kíkti vinkona mín í óvænta heimsókn núna í kvöld og var auðvitað með eina af sínum töfraolíum í töskunni og nuddaði úr mér rest. Svo hér sit ég ný-nudduð. ilmandi. slök og alsæl með uppgötvun dagsins. Það er allt hægt..bara ef maður hlustar vel og bregst við. 37

Finnst við hæfi að birta eina af hugleiðingum mínum sem ég hélt að væri týnd og tröllum gefin í tilefni þessa frábæra dags.

LÍFSBREIDD

Hver maður hugleiðir yfirleitt meira um lengd lífs síns en breidd þess. Vildir þú vera í sporum mannsins sem vildi lifa lengi, sem hann og gerði, en á stund þeirri sem við öll mætum að lokum, sá líf sitt í langri mjórri línu, sem strengdan þráð og svartan að auki?

Veltu fyrir þér breidd lífs þíns og litum, fremur en lengd þess.

Lifðu lífinu, gerðu það sem hugur þinn býður, hjartað þráir og sjáðu það sem augu þín vilja sjá. Fylgdu fótum þínum um ótroðna stígu og gríptu þéttingsfast um ónotuð tækifærin sem bíða þín við hvert fótmál. Haltu upp á tindinn þrátt fyrir ótta þinn við stórgrýtið í gilinu og augu þín nema birtu og geisla stjarnanna ef þú þorir að líta til himins og halda af stað.

Stattu svo við enda lífs þíns á stundinni sem við öll mætum, glaður í bragði og mældu breidd lífs þíns fremur en lengd. Því breiðara sem það mælist því minna máli skiptir lengdin. Þá.. og einungis þá, finnur þú og heyrir innra með þér röddina stoltu sem segir:  

Ég hef lifað !

untitled49


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fallegar myndir, væri til í að hafa útsýni fyrstu myndar út um svefnherbergisgluggann minn........

Hugsa í breiddum.......? Ekki vitlaust....

Hrönn Sigurðardóttir, 19.8.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Flott að þú fannst nú tölvuna - tek undir flottar myndir

Valgerður Halldórsdóttir, 19.8.2007 kl. 22:52

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Til hamingju með að finna það sem týndist í tölvunni. Hugsa í breiddum já, ég ætla að prófa það.

Svava frá Strandbergi , 19.8.2007 kl. 23:10

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Og toppurinn á tilverunni þetta kvöldið er að hlusta á Meistara Bowie. Man þegar ég sat með eitt af pæötuumslógum hans fyrir framan mig 14 ára gömul og klippti á mér hárið eins og hann var með það klippt. Byrjaði að hlusta á hann 12 ára og er enn algerlega HÚKKT!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.8.2007 kl. 23:30

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég fer samstundis í breiddina.  Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2007 kl. 23:46

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

... hugsa í breiddum - snilld!

Marta B Helgadóttir, 20.8.2007 kl. 01:23

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er mannbætandi að lesa þig stelpa. 

Anna Einarsdóttir, 21.8.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 311095

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband