Leita í fréttum mbl.is

Furðuleg saga um ósýnilegan vin

untitled13 

Margir kannast við sögur af ósýnilegum vinum.  Sínum eigin í barnæsku og svo barnanna sinna. Sonur minn átti einn slíkan þegar hann var 3ja ára. Reynir hét hann og sonur minn eyddi öllum stundum í að leika við Reyni. Við þurftum að leggja á borð fyrir Reyni og hafa alltaf pláss fyrir hann við matarborðið og gefa honum jafnt af öllu sem sonurinn fékk. Þeirr eyddu löngum stundum saman inni í herbergi og oft heyrði ég að það var mikið fjör hjá mínum. Þegar systur hans tóku hann út að renna á sleða í snjónum þurftu þær að fara eina bunu með bróðurinn og svo aðra með Reyni. Reynir var hluti af fjölskyldunni. Einhverju sinni spurði ég strákinn hvaðan Reynir kæmi. Hann var fljótur til svars. Sagði að Reynir byggi í grasinu og hólunum fyrir utan leikskólann hans og væri í umsjá ömmu sinnar. 

 Einhverju sinni þegar ég var að elda kvöldmatinn og stóð yfir pottum við eldavélina fannst mér eins og einhver væri að horfa í hnakkann á mér. Þið vitið...þessi tilfinning um augnaráð sem brennur á manni. Ég leit snöggt við og sá þá dreng standa við eldhúsborðið og horfa glettnislega á mig. Þetta varði bara sekúndubrot..en ég er alveg handviss um að ég sá hann..hann var jafn raunverulegur og mín eign börn. Dökkhærður og brúneygur og með striðinislegan glampa í augum.Virtist vera um 5 ára gamall eftir stærð að dæma. Mér brá svolítið..en fannst að þetta hlyti að vera Reynir hinn margumtalaði. Kallaði á soninn og spurði..."Hann Reynir vinur þinn hvernig lítur hann út. Hvernig er hárið á honum á litinn?

"Það er brúnt" svaraði hann að bragði. "En augun í honum hvernig eru þau á litinn?

"Þau eru líka brún. Hvað heldurðu að hann sé gamall? Það stóð ekki á svarinu. Hann er 5 ára svaraði strákur.

Nokkrum kvöldum síðar fór eiginmaðurinn niður í þvottahús að taka úr þvottavélinni. Þegar hann kom upp var hann kríthvitur í framan. Eins og hann hefði séð draug. Hélt á húfu í höndunum og sagði.."Hvaðan kemur þessi húfa?

Þetta var frekar gamaldags húfa hvít að lit með í prjónuðu nafni á kappanum. Á honum stóð...Reynir Ingi. Við vorum auðvitað alveg gáttuð...ég setti húfuna á ofninn og morguninn eftir spurði ég soninn hvort hann kannaðist eitthvað við húfuna. "Já" sagði hann strax  "Þetta er húfan hans Reynis vinar míns".

Ég er svolítill rannsóknarmaður í mér...Ég var viss um að það hlyti að finnast skýring á þessari húfu sem kom úr þvottavélinni okkar. Fór og spurði sambýlisfólk okkar á efri hæðinni  hvort það kannaðist eitthvað við húfuna. Þau höfðu aldrei séð hana. Ég fór með hana á leikskólann og spurðist fyrir hvort þar væri drengur með þessu nafni sem gæti hafa týnt húfunni og hún óvart ratað heim með syninum.

Nei svo var ekki.

Stuttu seinna var sonur minn óhuggandi. Sagði að Reynir yrði að flytja með ömmu sinni á annan stað og þeir myndu ekki geta leikið meira saman. Það ætti að fara að byggja á hólunum þar sem þau byggju. Nokkrum dögum síðar komu stórar vinnuvélar fyrir utan leikskólann og fóru að grafa þar sem hólarnir voru. Byggingarframkvæmdir voru hafnar. Sonur minn var óhuggandi í margar vikur..hann saknaði svo Reynis besta vinar síns.

100_3275

Ég geymi alltaf þessa húfu. Hún vekur enn upp spurningar hjá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vó Katrín, ég fæ hroll og alles.  Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2007 kl. 19:39

2 Smámynd: Púkinn

Tja, sjáum nú til.. Nói er 13 ára núna, þannig að ég geri ráð fyrir að þetta hafi gerst um 1998-2000, eða hvað?

Púkanum þykir nú sennilegast að einhver eftirfarandi sé þá eigandi húfunnar...og sennilega einhver þeirra neðstu á listanum.

 Reynir Ingi Helgason, f. 1942            
 Reynir Ingi Reynisson, f. 1970            
 Reynir Ingi Guðmundsson, f 1976            
 Reynir Ingi Árnason, f. 1985            
 Reynir Ingi Finnsson, f. 1986            
 Reynir Ingi Reinhardsson, f. 1989            
 Reynir Ingi Torfason, f. 1989            
 Reynir Ingi Davíðsson, f. 1991

Það ætti a.m.k. að athuga það fyrst, áður en fólk veltir fyrir sér öðrum möguleikum. 

Púkinn, 26.8.2007 kl. 20:07

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Merkileg saga. Sonur minn átti ímyndaðan vin sem bjó í þakrennunni á húsinu þar sem við bjuggum. Enginn man lengur hvað hann hét.

Steingerður Steinarsdóttir, 26.8.2007 kl. 20:11

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

1997 var árið sem þetta gerðist held ég alveg örugglega. Nói er fæddur 1994....og var á Stakkaborg frá því að hann var tveggja ára til 4 ára aldurs. Endilega rannsakaðu þetta dularfulla húfudæmi fyrir mig Púki minn.  Þar sem við þekkjum engan af ofannefndum þá væri fróðlegt ef húfan tilheyrir einhverjum þeirra að vita hvernig hún komst í þvottavélina okkar. Samt skondin tilviljun..að húfa með sama nafni og ósýnilegi vinurinn bar endi upp í þvottavélinni okkar...ha?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.8.2007 kl. 20:16

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Svo má líka skoða drenginn sem birtist í eldhúsinu mínu....og hvernig vissi strákurinn að þetta væri húfan hans Reynis..algerlega ólæa aðeins þriggja ára??? Sumt er órökrænt en gerist samt. Þannig er nefninlega þessi veröld en ég er alveg með því að skoða og rannska allt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.8.2007 kl. 20:27

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

En skrýtið Dóttir mín var líka að leika sér við litla stúlku sem hún  kallaði gúllu  hún var alltaf inn í herberginu hennar, einu sinni opnaði ég hurðina hjá henni þá var hún að tala við hana svo að ég spýr við hvern er ertu að tala elskan  þá sagði hún nú hana gúllu þá seigi hver er gúlla. Mamma sérðu ekki hana Gúllu ég hafði vit á því að segja Jú Jú svo var ég smá hugsandi yfir þessu og fór aftur inn en var hún að tala við hana þegar ég fór að  dyrunum þá segir sú stutta Mamma ekki klemma Gúllu það fór um mig því hún var alltaf að tala um gúllu þetta gekk í langan tíma. Úff ég var háf hrædd.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.8.2007 kl. 21:14

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst þetta mjög merkilegt.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.8.2007 kl. 21:15

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Þetta er mjög algengt hjá börnum. En samt skrýtið með veraldlega hluti eins og húfuna.

Þröstur Unnar, 26.8.2007 kl. 21:30

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst þetta frekar eðlilegt fyrir mína reynslu.  Ég er alin upp hjá afa mínum og ömmu, og afi átti sér huldukonu fyrir vin í marga tugi ára.  Hún benti honum á hvar væri best að fiska þann daginn, og það reyndist alltaf rétt.  Síðustu æviárin sat hann og hnýtti tauma, og var í hrokasamræðum við hana á kvöldin. 

En mér finnst mjög gaman að heyra þessa frásögn þína Katrín mín og ég trúi henni alveg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2007 kl. 22:17

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Skemmtileg saga katrín. Og annaðhvort er húfan skemmtileg tilviljun eða kemur frá öðrum heimi. Bæði er merkilegt.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.8.2007 kl. 22:32

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábær saga.

Marta B Helgadóttir, 27.8.2007 kl. 02:11

12 Smámynd: www.zordis.com

Mjög merkileg minning.  Ég skal trúa því að líðan þín hafi verið öðruvísi eftir að hafa séð Reyni í eldhúsinu þínu. 

Sumir hlutir þurfa enga útskýringu og eru ljóslifandi með okkur. 

www.zordis.com, 27.8.2007 kl. 07:48

13 identicon

getur þú skilað húfunni?

kveðja

Reynir Ingi

Reynir Ingi (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 11:38

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ha ha góður Reynir Ingi. Ertu dökkhærður með brún augu kannski???

Hvar áttu heima?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 12:58

15 Smámynd: Linda Pé

vá... merkilegt :-)

Linda Pé, 27.8.2007 kl. 13:24

16 identicon

Skyldi húfan ver hulduhjálmur

skritinn (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 15:18

17 identicon

Ég fór á íslendingabók og tjékkaði á öllum sem heita Reynir ingi og allir eru þeir á lífi.... skrítið

andrea (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 15:57

18 identicon

Þessi Reynir sem er neðstur á listanum (Reynir Ingi Davíðsson, f. 1991) getur ekki verið þessi reynir af því að hann er með mér í bekk:) hann er samt með brúnt hár og brún augu..:S

Ég.. (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 16:21

19 identicon

Getur þetta bara ekki verið huldufólk,einhvað sollis

sumir krakkar sjá álfa og huldufólk eða segjast sjá það ..

Andrea (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 16:34

20 identicon

Vá ég fæ gæsahúð. En hinsvegar er engin vafi í mínum huga að það er til ýmislegt sem við sjáum ekki og ég sjálf fann ýmislegt þegar ég var yngri

Katrín (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 23:17

21 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já það er nú marft til í henni veröld..líka það sem ekki allir sjá og skynja.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 00:02

22 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

ja hérna

Sigríður Jónsdóttir, 28.8.2007 kl. 13:14

23 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þetta er mjög skemmtileg saga. Af hverju efast svona margir um að þetta geti verið t.d. huldustrákur? Ég hélt við værum ekki komin svona langt frá uppruna okkar. Fullt af börnum leika við álfa og huldubörn. Huldustrákur getur alveg fengið lánaða húfu frá mannastrák og látið ykkur þvo hana ;-) Kannast ekki allir við að hafa týnt einhverju heima hjá sér og sjá það svo aftur þar sem er marg búið að leita? Það er margsönnuð gömul sannindi að álfar og hulduverur fá lánað ýmislegt hjá okkur en skila yfirleitt alltaf aftur. Nú þarft þú kannski að skila húfunni fyrir hann

Við megum ekki gleyma hvað er margt lifandi í kringum okkur, þó svo að við sjáum það ekki alltaf. Bara stundum, eins og í eldhúsinu

Takk fyrir að leyfa okkur að heyra söguna, mjög skemmtilegt

bestu kveðjur

Ragnhildur 

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.8.2007 kl. 17:00

24 identicon

Ég trúi þessu mjög vel, ég sá ekki huldufólk þegar ég var lítil en það var oft í kringum mig, ég man eitt atvik sérstaklega vel þegar ég var 6 ára og var að borða kex, svo er bankað á hurðina hjá mér heima og ég skil hálfa kexköku eftir og fer til dyra, þar er enginn og þegar ég fer aftur inní eldhús var kexið horfið, og mjólkin úr glasinu mínu líka, ég var ein heima þannig að ég hef allavega ekki  fundið aðra útskýringu :D

stelpa (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 21:50

25 identicon

það er alveg til huldufólk... ég er 26 ára og frá litlu sjávarþorpi úti á landi og hef alveg fundið hluti við huldihóla. litla kústa úr gamalli spítu og grasi... blómavendi og dót.... kústurinnn var alveg upp við klett á kafi í grjoti... þetta voru hlutir sem voru litlir og þeir voru mun flottari en það að eitthver krakki hafi gert þá í eitthverjum leik... fyrir utan að þetta var mjög mjög langt úti í móum og þetta er mjög lítið sjávarþorp þannig það kom engin til greina sem gat gert þetta... ég fann oft hluti við svona hóla.

strákur (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 00:06

26 identicon

ég átti ímyndaða vini sem barn... árni og brynja... allir muna eftir þeim..

helgi (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 15:49

27 identicon

Kannski þetta sé hann, fann þetta í þjóðskrá

250591xxxxReynir Ingi Davíðsson

Köngull (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 18:08

28 identicon

Góð saga, og ég elska kaffi.

Andri (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 23:11

29 identicon

Það er allavegna ekki Reynir Ingi Finnsson 1986, það er vinur minn og hann er ekki með brún augu :)

Íris Ósk (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 09:12

30 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra katrín, þetta er alveg dásamleg frásögn takk fyrir að deila henni !

sonur minn átti líka í mörg ár ósýnilegan vin, en ég sá eða fann aldrei neitt. ég þurfti líka að leggja á borð fyrir hann og opna bílhurðina !

svona er núna lífið fallegt !

börnin okkar eru ekki svo ólík

nýju börnin sem koma

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.8.2007 kl. 10:33

31 identicon

Hvernig verða huldufólk til ? Er það dáið fólk eða ?? :-S

me (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 10:43

32 identicon

Er ekki sagan þannig að það voru hvað 12 krakkar sem guð kom að hitta hja Adam og Evu or some, og þau náðu bara að þrífa 6 þeirra og földu hin 6, og hin 6 urðu þá að huldufólki því það var reynt að fela þau fyrir guði or some. 

Halldór (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 20:08

33 identicon

Æ... veistu að ég hefði alveg getað trúað þessu ef þú hefðir ekki sett þessa húfu mynd með... einhvern vegin tekur hún allan trúleika af þessari sögu.. þar sem ég veit hver prjónaði hana...:)

Guðný (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 22:05

34 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það skiptir ekki máli hverjir trúa og hverju þeir trúa..ég er einfaldlega að setja fram sögu eins og hún kemur mér fyrir sjónir með öllum sínum hliðum. Húfan er partur af sögunni og það eina sem hægt er að myndbirta. Svo hún á að mínu mati heima hér í mínum bloggpistli.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.9.2007 kl. 22:11

35 identicon

Sæl Katrín

 Ég er móðir Reynis Inga Reinhardssonar f. 1989. Hann hefur aldrei átt svona húfu og hefur allan sinn aldur átt heima norður í landi. Er alger andstæða við nafna sinn, ljóshærður og bláeigur.

Hann er skiptinemi í Paraguay í Suður Ameríku og sendi mér þessa slóð , eftir að hafa rekist á hana fyrir tilviljun og lesið þessa frásögn. Honum var hálf brugðið, því að sem barn sá hann ýmislegt sem við hin sáum ekki. Sagan er merkileg og hún á skilið að fá að vera áfram leyndardómsfull, það þurfa ekki að vera áþreifanlegar skýringar á öllu.

Kveðja,

María Kristjánsdóttir 

María Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 23:11

36 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk María mín. Við fullorðna fólkið verðum að vera vakandi fyrir börnunum okkar og ekki að vanvirða reynslu þeirra og upplifanir. Við vitum ekkert hvað er raunverulga að gerast hjá þeim og stundum gerum við skaða með óábyrgum athugasemdum okkar gagnvart þeirra upplifunum og látum þeim líða illa yfir því sem þau eru að sjá og skynja. Gerum lítið úr þeim og þau hætta að treysta sínum sýnum og tilfinningum. Ég var avona barn sjálf og það var vont að vera ekki truað.

Takk fyrir póstinn þinn.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.9.2007 kl. 23:16

37 identicon

þetta er alveg svakalegt!

ég persónulega trúi svona nokkurn veginn á að huldufólk sé til.
eins og þegar það átti að fara að gera veg yfir álfahól í skagafirði, það átti að sprengja upp klettana og hólana og malbika yfir þetta allt. En , vélar biluðu, traktorar fóru ekki í gang, allt bilaði og skemmdist ! ekkert virkaði, það bara var ekki hægt að sprengja þennan hól! svo að lokum gáfust mennirnir upp og l-gðu bara veginn í kringum hólinn. þá virkuðu öll tól, tæki og vélar, ekkert bilaði!

svo finnst mér reynir líka vera mjög álfalegt nafn :/ veit ekki afhverju.

og svo var þarna með hvernig álfar urðu til, þá voru nokkur börn evu og adams skítug, svo þau földu þau fyrir guði. en guð veit allt, og þegar hann sá þetta varð hann reiður og sagði; fyrst þið viljið fela þau, þau skulu þau vera hulin ykkur. og þessvegna sjá (flestir :D) ekki álfa!

annars takk fyrir góða sögu. alveg frábær!

kristín (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 23:58

38 Smámynd: Fanney Viktoría Kristjánsdóttir

frábær frásögn:D sem barn í vöggu hjalaði ég til einhvers sem að enginn sá nema ég:) og það sást mjög vel að ég var að horfa á einhvern :) ég sjálf sem barn átti ýmindaðan vin:D sem að hét illibilli :) er nú ekki alveg viss um hvað hann var :P en held ég þó að hann hafi verið óþekkt álfabarn :) því að ég gerði ýmis skammarstrik sem að lítil börn yfirleitt hafa ekki vit á að gera og alltaf sagði ég illi billi sagði mér að gera þetta:) man nú ekki eftir þessu en þetta endaði þannig að ég var farin að gera svo slæma hluti að foreldrar mínir þurftu að reka hann á brott :) takk fyrir þína frásögn:D minnir mig á að við sem sjáum eigum ennþá von í hinum "vísindalega" heimi ;):D

Fanney Viktoría Kristjánsdóttir, 5.9.2007 kl. 04:11

39 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þessi húfa er greinilega úr jarðnesku efni. Hvað sem ímyndaða vininn varðar, en slíkir ímyndaðir vinir barna eru býsna algengir, er húfan úr jarðnesku efn. Eigandi hennar er áreiðanlega eins jarðneskur og ég - þó ég sé reyndar stundum dálítið annarsheimslegur! En þetta er skemmtileg saga og ekta huldufólksblær yfir henni.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.9.2007 kl. 16:47

40 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já þetta er ekta alvöru jarðarhúfa...en hún kom inn í söguna um Reyni hinn ósýnilega vin á mjög skemmtilegan og enn sem komið er óútskýranlegan hátt. Og eftir því sem næst verður komist kannast ekki hinir íslensku nafnar hvorki við okkur né við við þá.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 17:48

41 identicon

Linda Pé.  Áttu við að þú hafir spurt bekkjarbróður þinn hvort hann muni eftir þessari húfu eða af hverju getur hún ekki verið frá honum? Aldurinn passar, útlitslýsingin og nafnið. Skemmtileg saga en ég er ekki viss um að það sé "óútskýranlegt" hvernig húfan komst í þvottavélina þótt skýringin hafi ekki fundist ennþá.

Eva (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 310959

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband