Leita í fréttum mbl.is

Svolítið óþægilegt

Fyrir þremur dögum heimsóttu mig svona 40 manns á dag...ég átti bara mína fínu bloggvini og við skrifuðum og spjölluðum um eitt og annað....Allt í einu núna heimsækja mig næstum 400 manns á dag og ég þekki hvorki haus né sporð á þeim. Kvitta ekki fyrir sig og skilja ekki eftir nein merki. Þetta er eins og að vera heima hjá sér og allir fara í ísskápinn og fá sér og fara svo bara án þess að segja bless. Mér finnst þetta frekar óþægilegt og finnst ekki eins öruggt að blogga. Áður settist ég bara niður og skrifaði það sem mér datt í hug fyrir vini mína....en núna stend ég mig að því að hugsa mig um.  Svo mikil umferð. Kannski liði mér betur að vita hverjir eru á ferð þar sem ég er frekar svona prívat. En það er líklega ekkert privat við það að blogga....er það nokkuð? Svo hér sit ég og velti fyrir mér..Hvers vegna blogga ég og fyrir hverja??? Vil ég eitthvað endilega að allir viti hvað ég er að pæla? Hmmmm......

2054

Hvað endurspeglar bloggið?

Hver eruð þið sem komið upp sem tölur á teljurunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gott kvöld Katrín. Í dag er ég einn þeirra sem heimsækir síðuna þína   

Ég hef stundum gert það áður ....,   

Ágúst H Bjarnason, 26.8.2007 kl. 22:45

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Bara síðan áðan þegar ég skrifaði um 400 heimsóknir er talan nú orðin áttahundruð og eitthvað....kannski eins gott að allir kvitti ekki fyrir sig...það yrði ansi langur athugasemdarlisti...hehe. Nú verð ég enn meira paranoid.

Takk fyrir kvittið Ágúst.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.8.2007 kl. 22:50

3 Smámynd: Vilborg

Ég er ein af tölunum

Kem daglega hingað inn.  Finnst svo gott að byrja og jafnvel enda daginn á pistlunum þínum

Vilborg, 26.8.2007 kl. 22:51

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko aukningin kemur af því að þú ert í "umræðunni", en mín kæra, sá sem bloggar hlýtur að verða að vera sáttur við að fólk rekist inn á síðuna, það verður ekki bæði haldið og sleppt.  Láttekkisvona stelpa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 01:30

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég lít við hjá þér næstum daglega. 

Marta B Helgadóttir, 27.8.2007 kl. 02:08

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég lít við oft á dag stundum, en allaf einu sinni, nema þegar ég er ekki í tölvusambandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 08:59

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Auðvitað hef ég gaman af að fá heimsóknir til mín..og farin að þekkja mína bloggvini vel sem koma oft og ég kíki reglulega til. En mér finnst of mikil athygli einhvern vegin óþægileg séstaklega þegar hún er ósýnileg. Það er örugglega svo til fólk sem elskar að vera miðpunktur og baða sig upp úr athygli..sem er bara frábært. Kannski er þetta feimnin í mér að koma upp á yfirborðið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 09:24

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hæ hæ og ég er auðvitað hér Er bara hissa á að fleirri skuli ekki fyrr hafa upgötvað þetta frábæra blogg þitt mín kæra!

Skil að þér finnst óþægilegt að hafa svona mikla umferð án þess að kvittað sé. En svona virðist þetta vera . . .

Bloggvinaknús frá Als 

Guðrún Þorleifs, 27.8.2007 kl. 10:30

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að þetta hafi ekki endilega með athyglissýki að gera Katrín.  Þeir sem blogga vilja  láta rödd sína heyrast, af milljón ástæðum auðvitað.  Þeir sem vilja vera prívat, geta læst síðunum sínum með lykilorði eða skrifað dagbók og læst henni, eins og ég hef áður sagt.  En bloggið þitt á erindi út á veraraldarvefinn og nú er bara að henda feimninni í vaskinn.  Komasho.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 12:02

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er ekki að tala um athyglissýki Jenný mín..ég er að segja að fólki finnst mismunandi gott að fá mikla athygli á sjálfu sér og verkum sínum. En þetta er örugglega eitthvað sem maður getur vanist. Að fá jákvæða athygli En ég er viss um að það er líka fullt af fólki þarna úti sem dauðlangar að blogga en þorir því ekki af margvíslegum ástæðum. Mér fannst t.d ekkert smá skref að taka að fara að skrifa undir fullu nafni á stað sem allir geta lesið. Verður maður ekki bara að vaxa og læra af hverju skrefi sem maður tekur og sjá svo bara til???

Og eitt verð ég að segja að bloggið hefur sko gert sitt í að ýta mér út fyrir feimnisstuðulinn í að þora að vera bara það sem ég er..hef ekki fulla hugmynd um það ennþá hvað það er...en að skrifa og segja það sem mér finnst. Og hvernig ég sé lífið og tilveruna. Og það að vera alltaf að tjá sig gerir manni bara gott..maður sér það nú út um allt!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 13:07

11 identicon

Sæl, Katrín, ég heiti Sigrún og dáist að myndunum þínum og hef gaman að vangaveltum þínum, ég er líka ung, stolt amma.  Gjörðu svo vel að kíkja á ljósmyndirnar mínar hér á mbl.blog og ljósmyndasíðuna mína á Flickr.

Sigrún Þorvarðsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 16:48

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk Sigrún mín..ég kíki við hjá þér og skoða myndirnar þínar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.8.2007 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband