Leita í fréttum mbl.is

Ekki spyrja mig hvernig gangi að pakka...

Ég er í krónískri afneitun á að tíminn líði og bíði ekki eftir konum eins og mér. Ég þarf ekki annað en að líta í spegil til að vita að svo er ekki. Verkefnin hrúgast upp hvert ofan á annað og allt í einu er eins og ég hafi engan tíma til neins. Svo við gerum það eina rétta í stöðunni.....

ist2_3281954_moving_house

...og látum eins og þetta komi okkur ekki við!!!

Að vandamálin hverfi bara af maður setur kassa yfir höfuðið á sér.

Annars er nú allt gott að frétta þrátt fyrir smá panik um tíma...Fengum dýrðlega íbúð á besta stað í bænum á leigu og hún er falleg, björt, rúmgóð og ekki á okurleigu. Vorum svo heppin að finna mann sem er eðal og ekkert nema sanngirnin uppmáluð sem ætlar að leigja okkur. Alltaf svo frábært að vita að það eru ekki allir með það eina markmið að græða sem mest á náunga sínum.

99

Sé nýja heimilið í hillingum og náttla löngu flutt inn og búin að koma mér og mínu dóti fyrir á fullkomin hátt.  Væri ekki stóri bókaskápurinn betri þarna við endavegginn þar sem borðstofuborðið er núna? Hvort setjum við spegilinn á vegginn fyrir ofan sófann eða á ganginn? Þessi hugmynd með hillurekkann fyrir eldhúsdotið við innri gluggann er bara nokkuð góð finnst þér ekki. Þar má hafa nýju kaffivélina og alls konar litríkar kaffikrúsir innan um krydd og blóm.

Frábært að flytja svona í huganum..maður getur bara fært allt til og mátað..hviss, bang og enginn fær bakverk eða eða fýlukast yfir að maður geti ekki ákveðið sig strax. Konur eru einmitt svo klárar vegna þess að þær geta hugsað í hringi og prófað aftur og aftur hvar sófinn á að vera þar til þær hafa fundið hinna fullkomnu uppsetningu á heimili. Það skiptir nefninlega máli að hafa allt á sinum stað og að það fari vel um fjölskylduna við leik og störf. Ég sé það núna að ég hefði átt að verða innanhússarkitektúristi.

JE106L~Vino-Posters42

Núna þegar ég opnaði augun sat ég hér bara í hrúgu af dóti og á allt eftir að gera. Eins og þetta var mikill draumur í dós sem ég var að ímynda mér. Hlakka svo til þegar maður getur látið allt gerast með hugarorkunni. Get bara ekki beðið.

Set aftur kassann yfir haus og sjáumst næst þegar ég nenni að taka hann niður.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góðan daginn.  Ég flutti fyrir rúmu ári úr 120 ferm. einbýli í 95 ferm.blokkaríbúð. Sagði þá að nú væri ég hætt að flytja, en maður veit aldrei. Svo var ég eins og þú búin að innrétta allt og máta mublur fram og til baka en viti menn, ég held ég sé búin að breyta 4 sinnum. Selja tvo lazy boy og kaupa sófa, og selja sófa ofl. ofl. ég er engum lík en bóndinn segir að nú sé þetta orðið fullkomið svo ég held ég hætti núna.  Gangi ykkur vel og til lukku með að vera búin að fá íbúð. Settu bara stefnuna á að vera búin fyrir jól, góður tími þá.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.10.2007 kl. 11:42

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ gleymdi smá,  hvernig gengur að pakka??  og hvernig smökkuðust skrímslin.?????

 Skeleton 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.10.2007 kl. 11:46

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Gættu þess nú í öllu "pakkinu" að pakka ekki þér sjálfri í kassa :)

En frábært og til hamingju með að vera búin að fá íbúð

Þú kannski meilar til okkar hvar hún er

knús og takk fyrir afmæliskveðjuna

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 6.10.2007 kl. 11:55

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ásdís mín...það er bara lífsnauðsynlegt að breyta reglulega..spurðu bara tvíburann mig.  Skrýmslin eru enn í fyrstinum..setti þau þar í gær eftir að ég gafst upp á að horfast í augu við þau..munu verða borðuð sem smáréttur í hvítlausksmjéri yfir X factor í kvöld. Laugardagskvöldin eru mín sjónvarpskvöld.alls konar skemmtilegir þættir í bunum. Ekkert pakkað á meðan..hehe.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 12:01

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hulda búin að meila til þín...Ekki verða öfundsjúk!!! Þá verður þú græn og ljót í framan elskan...en ég veit að þú verður bara voða glöð með okkur, svo getum við labbað saman að gefa bra bra brauð í vetrarfrostinu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 12:10

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með íbúðina. Drífa sig kona.  Komasho.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 14:32

7 Smámynd: www.zordis.com

Það er svo mikil spenna í svona kassapuði og brjáluðu pökkunarstuði ... flokka og henda og svolllll.

Gangi þér ofsalega vel og takk fyrir heimboðið, ég kem með sjálfri mér þarf að finna tíma og rúm til að velja svo ég nái heil á áfangastað!

Kassaknús

www.zordis.com, 6.10.2007 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 310959

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband