Leita í fréttum mbl.is

Stund milli stríða...

Jeminn hvað maður er fljótur að sogast inn í íslenska athafnasemi og gera sér tímaplan sem gerir ekki ráð fyrir  tíma til neins...svei mér þá. Þrátt fyrir öll mín góðu áform um að halda í rólegheitin hið innra og lifa bara í mínum takti hefur ekki verið stundlegur friður í mínu lífi undanfarið. Svo ég verð að blogga örblogg núna á næstunni. Þetta er sko alíslenskt hugarfar og veðurfar...og mér líkar það bara ljómandi vel eftir allt lognið.

Það sem er helst að frétta í bili er að ég er að undirbúa myndlistarsýningu í miðbænum og er einmitt að hendast út í þessum töluðu orðum með myndir í innrömmun. Færi nánari fréttir af þeim gjörningi þegar nær dregur. Alice Þórhildur ömmustelpa er komin í heimsókn ásamt mömmu sinni og brunar um bæinn í bílnum með okkur á milli  mikilvægra staða.  Örblogga meira næst...

sólin

 

  

Eigið góðan dag elskurnar...Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hafðu góðan dag sömuleiðis og varaðu þig á sogkrafti stresshringiðunnar hér.  Hún er magnaðri en víðast hvar í heiminum.  Annars rænir hún fólk viti og rænu mjög fljótt, svo þú munt ekki finna fyrir neinu, þegar á líður. 

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2007 kl. 10:24

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ hvað mig langar til að fara á myndlistarsýningu hjá þér Katrín mín.  Það er örugglega sterk sýning.  En við fyrirgefum þér auðvitað bloggleysið.  Ítreka það sem Jón Steinar segir, gættu þín á stressdraugnum, hann er lúmskari en andskotinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 18:09

3 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Flott hjá þér, hvar er sýningin og hvnær er opið?

Ingi Geir Hreinsson, 12.11.2007 kl. 19:15

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þetta líst mér á Hlakka til að kíkja á sýninguna.

Ragnhildur Jónsdóttir, 12.11.2007 kl. 20:01

5 Smámynd: Hugarfluga

Sýning? Hvar? Hvenær? Já, takk!! *smjúts*

Hugarfluga, 12.11.2007 kl. 20:12

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú lætur okkur vita þegar sýningin verður, ætla að koma ef ekki verður snjór á heiðinni.  Ég vil líka vara þig við stressinu, ég flutti á Selfoss árið 2000 og er mikið fegin að hafa tekið þá ákvörðun. Ef ég ætti ekki foreldra mína i bænum þá færi ég voða sjaldan til Rek.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.11.2007 kl. 20:21

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er sko nóg að gera hjá þér Katrín mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.11.2007 kl. 20:42

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Endilega viltu upplýsa hvað sýningin þín verður.  - Íslenskt stress er engu líkt og mér þykir miður ef það hefur þegar náð tökum á þér. Þú þarft að setja upp varnir!! Skil mjög vel þörf fyrir örblogg.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.11.2007 kl. 21:08

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sýningin verður á Hótel Reykjavík í fallega kaffi og barsalnum...á mínum gamla vinnustað Aðalstöðinni. Innviðirnir eru meira að segja þeir sömu svo hjarta mitt slær í takt þar.  Ég á eftir að takaákvörðun um hvenær opnunin verður...en sýningin mun standa í þó nokkurn tíma. Auðvitað komið þið öll...þetta verður sko alvöru bloggvinahittingur!!!!!

Ég læt ekkert íslenskt stress taka mig tökum...er ekki einu sinni farin að hafa samband við fólk..er bara að koma okkur fyrir og setja línurnar um hvernig þetta nýja líf mitt verður...en ég segi það og skrifa að ég er alsæl og hamingjusöm.

Það er fyrir öllu.

Knús!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.11.2007 kl. 21:15

10 Smámynd: kidda

Fer ekki oft á sýningar en á þessa langar mig.

Kveðja

kidda, 12.11.2007 kl. 23:20

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gaman að sjá línu frá þér.

Gangi þér vel með þetta alltsaman.

Marta B Helgadóttir, 13.11.2007 kl. 00:17

12 Smámynd: www.zordis.com

Hrikalega spennandi ...... Löts of love, lökk and more love!  Var að kaupa mér bleika inniskó ..... skríkj.

Gangi þér vel mæta kona!

www.zordis.com, 13.11.2007 kl. 18:30

13 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Já, nú þýðir ekkert mehe neitt, þegar maður er kominn til Íslands. Ég reyndi líka af öllum mætti að halda í rólegheitin innanímér þegar ég fór til Íslands eftir fyrstu langdvölina á Krít - það fauk með veðri og vindum eftir ca 2 mán.; þá var ég komin í alveg sama gírinn og allir hinir :) En kannski tekst þér það.

Vonandi lukkast sýningin vel - ég efast reyndar ekki um það: allur bloggheimur hlýtur að sjálfsögðu mæta - a.m.k. þeir sem eru landfastir.

gerður rósa gunnarsdóttir, 13.11.2007 kl. 22:28

14 Smámynd: josira

...Átakalaust fuglinn flýgur og frjókorn upp úr moldu smýgur...þessi orð mín, fundust mér, þessa dagana tengjast þér...allt  gerist einhvern vegin að sjálfu sér, enginn innri né ytri rembingur eða átök...bara mýkt...bara flæði...kæra katrín, gangi þér allt í haginn... og til lukku með ákvörðunina um listasýninguna, sem bráðum blómstrar...

josira, 13.11.2007 kl. 22:31

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

spennandi að heyra meira af sýningunni.

 mail til þín

Jóna Á. Gísladóttir, 14.11.2007 kl. 00:09

16 identicon

Fallegar myndir hjá þér, ég mála svolítið sjálf..hef svo sem ekki gert það lengi en hef þó selt 12 myndir og er voða montin af því...það er allt annar stíll hjá mér en þér, en ég verð að fara að byrja aftur að mála, þetta er svooo gaman, hef verið með tvær sýningar, í Eden og kaffihúsinu Árbakkanum á Blönduósi. Gaman að þessu.

Gangi þér vel með sýninguna.

Alva Ævarsdóttir

alva (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 00:23

17 identicon

óóó, varð að segja þér að afi minn og amma áttu heima í húsinu sem sýningin verður, yndislegt hús, Aðalstræti 16. ( Er það ekki annars húsið??)

alva (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 00:25

18 identicon

Fylgist með. Bíð eftir sýningunni.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 01:31

19 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Svaka kraftur er í þér kona, nýkomin til landsins, varla búin að koma þér fyrir og ert að fara að halda sýningu. Til hamingju, ég mæti á sýninguna.

Svava frá Strandbergi , 14.11.2007 kl. 13:08

20 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jú Aðalstræti 16.....það er húsið.

Sko Guðný..þannig var að ég sat sveitt við ritgerðasmíog drakk kaffi þarna og sá þessa f+inu fossasýningu sem þarna er núna. Datt í hug að spyrja hótelstjórann hvernig þessum sýningum væri háttað og gerði það bara strax og á stundinni. Það endaði svo á símtali og heimsókn til mín frá þeim sem sér um þetta og voila.. allt klappað og klárt. Maður á alltaf að akta á hugdettumum leið og þær pompai höfuð konu. Það kemur alltaf góð útkoma úr því.

Beta mín..það getur bara meira en verið að ég taki þig á orðinu um aðstoð við uppsetningu. Svona kona eins og þú hefur svo næmt auga...og jú við erum bara algerir nágrannar. Svona tveggjamínútna labb á milli..

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.11.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 310951

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband