Leita í fréttum mbl.is

Er ekki kominn tími til að tengja????

Sko..ég er á hraðferð..stoppaði bara örlitla stund hjá mömmu til að kíkja á mailið mitt og auðvitað ykkur líka. Símamenn eru bara ekki að tengja mig við umheiminn þessa dagana. Það þýðir að ég er símalaus, tölvulaus og sjónvarpslaus og þetta allt gerir mig vitlausa.  Segjast hvern dag munu kippa þessu sambandsleysi í lag en ....ekkert gerist.

Þar til ég er komin í alvöru samband mun ég bara senda ykkur hugskeyti og vona að þið séuð móttækileg og opin. Látið ykkur ekkert bregða þó eitthvað af mínum furðulegu hugsunum fljóti með..þetta getur verið svolítið flókið að notast við svona einfaldar aðferðir á tölvuöld. Rafmagnsbylgjur sem trufla sambandið skiljiði. Vona svo bara að þið hafið það gott þar til næst elskurnar. Hlakka mikið til að fara á bloggvinarúntinn. En það er auðvitað allt undir blessuðum símamönnunum komið...þeir eru örlagavaldar í lífi mínu núna og hafa líkast til ekki einu sinni hugmynd um það og húka bara í kaffi á Grandanum eða eitthvað meðan ég lognast útaf. Konur bara verða að vera í sambandi..annars er allt ónýtt!!!

Það segir sig sjálft.

ææææ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Vonandi færðu þetta í lag fljótlega kæra Katrín mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.11.2007 kl. 10:56

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já, það er sko kominn tími til að tengja. En það er þetta með tímann, hann getur verið svo allt öðruvísi en maður/kona vill sko. 

Gangi þér vel að komast í samband. Dásamleg mynd

Ragnhildur Jónsdóttir, 9.11.2007 kl. 11:00

3 Smámynd: www.zordis.com

Gott að allt miðast í rétta átt hjá ykkur!  Vona að skólinn hjá krökkunum gangi vel og að þið hjónadúfurnar séuð að koma ykkur kósý fyrir á nýja staðnum.  Sendi þér ljósgræna birtu á beinni braut!

www.zordis.com, 9.11.2007 kl. 11:37

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá loksins smá merki um líf hjá henni bloggvinkonu minni

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2007 kl. 12:59

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei, hvernig væri að skipta við eitthvað annað fyrirtæki en Símann? Svona langan tíma á þetta ekki að taka.

Frétti hjá Jökklanum mínum að þeir Nói væru í sama bekk.

Smjúts á ykkur og sakní.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2007 kl. 13:13

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú hefðir þurft að vera búin að senda inn pöntun áður en þú komst heim. Þetta tekur ótrúlega langan tíma.  Hafði það samt sem best.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.11.2007 kl. 16:13

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það var aldeilis tími til kominn að tengja!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.11.2007 kl. 17:29

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 9.11.2007 kl. 22:50

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gott að sjá eitthvað lífsmark þó og velkoomin heim.  Þetta er einn af ókostum þess að búa í litlu landi, þar sem einokun ríkir.  Menn taka sinn tíma af því að þeim er skítsama.  Enginn keppinautur, sem mun yfirbjóða þá hvort sem er.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2007 kl. 23:16

10 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Innlistskvitt og  ..

Hólmgeir Karlsson, 10.11.2007 kl. 00:38

11 Smámynd: Hugarfluga

Gott að vita af þér "out there" ... knús á þig.

Hugarfluga, 10.11.2007 kl. 00:50

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Gaman að heyra frá þér.

Svava frá Strandbergi , 10.11.2007 kl. 01:05

13 identicon

Ég var eins og fleiri,næstum farinn að leita. En þetta er eitt af alíslensku LOGOUNUM    SAMBANDSLEYSI.   Ekkert við því að gera! Lenti í þessu hjá HIVE í sumar.      Bara Borgaði   NO-CNECTION, Hætti,búið og basta. Er að prufa annann.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 02:40

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jehey!!!! Loksins loksins...Það kom yndislegur maður hér í gær og fann út að það var bilun úti í götu og hringdi í viðgerðarmennina sem sjá um það og viti menn..stuttu síðar fékk ég símtal um að allt væri komið í lag svo ég er kona í sambandi núna!!!!  Nú geta jólin komið mín vegna..ég er fær í flestan sjó.

Smjúts..þennan koss fær fólkið sem vinnur vinnuna sína hratt og vel og með bros á vör.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.11.2007 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 310959

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband