Leita í fréttum mbl.is

Kæri herra Veðurguð!!!

orkublús

Rosalega leggst þessi dagur vel í mig. Ég skildi eftir orðsendingu undir rúðuþurrkunni hjá Herra Veðurguði í morgun. Ég fór fram á að hann tiplaði bara á tánum um sunnanvert íslandið þennan daginn og sparaði sér skarpar skapbreytingar...sem valda haglélum og byljum ásamt skafrenningi. Sagði honum að þar sem við værum að flytja í dag og værum enn svolítið óvön svona landsynningi og hretum værum við honum mjög þakklát að hafa veðurblíðu og jafnvel smá hita svona fram yfir kvöldmat. Þegar ég væri svo búin að setja upp rúm og hlýja sængur ásamt því að tendra kertaljós í hverjum glugga væri honum velkomið að sleppa sér algerlega og bjóða okkur velkomin með alíslenskum veðralátum og vindgangi. Enda svo kannski gjörninginn á dúndrandi dansi Norðurljósa.  Þá færi ég sko sæl að sofa...alveg hreint undursæl bara.

Mér sýnist að hann hafi lesið þennan litla snepil sem lá undir rúðuþurrkunni hans í mogun og sé fram á góðan dag til flutninga. Takk fyrir það kæri herra Veðurguð að taka svona vel í þetta. Þér verður boðið í kakó og piparkökur í desember í Vesturbæinn sem þakklætisvott fyrir greiðann.

Knús..Þín KatrínHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Katrín, þetta er á vedur.is: Veðurhorfur næsta sólarhringinn. Viðvörun: Búist er við stormi sunnan- og vestanlands seint í dag. Spá: Austlæg átt, 3-8 og jartiviðri. Austan 13-20 með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands upp úr hádegi, en 18-25 og rigning síðdegis við ströndina.

Drífið í flutningunum! Gangi ykkur vel. 

Ívar Pálsson, 1.11.2007 kl. 10:27

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

OH my weathergod!!!! Eins gott að drífa sig NÚNA!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.11.2007 kl. 10:32

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góða skemmtun í flutningunum á nýja heimilið.  Ég er viss um að Guðinn bíður og heldur niðri í sér andanum þangað til að þið eruð klár með ykkar.

Smjúts á ykkur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2007 kl. 11:39

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi ykkur vel að flytja

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 13:29

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég veit hvar rokið er. Hviðurnar á Kjalarnesi eru komnar í c.a. 22 m/sek og þarf heila 8-10 til að það verði ófært. Við gleðjumst með þér yfir því að þú flytjir í skjólsælan Vesturbæinn í dag. Gangi ykkur rosalega vel, elskan mín!

Guðríður Haraldsdóttir, 1.11.2007 kl. 14:23

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gangi þér vel í flutningunum og veðurguðinn hefur hjálpað.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.11.2007 kl. 17:57

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi hefur ykkur gengið vel, og eruð komin með alla muni í nýja húsið, búin að kveikja á kertum í hverjum glugga, elsku Katrín mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2007 kl. 18:18

8 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gangi ykkur vel, eða já, vonandi eruð þið búin að koma öllu inn í hús núna. Ertu búin að finna kertakassann og eldspýturnar?

ég held að veðurguðinn sé bara svona æstur í að bjóða ykkur velkomin, skiluru....

Ragnhildur Jónsdóttir, 1.11.2007 kl. 18:31

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vona að ykkur hafi gengið vel að flytja og að mér verði boðið um leið og veðurguðinum í piparkökur.....

Hrönn Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 20:33

10 Smámynd: josira

Til lukku með flutningin......það verður bara notalegt að kúra á eftir og hlusta á íslensku rigninguna og rokið...svo er bara að muna hvað er í draumunum fyrstu nóttina á nýja staðnum......

josira, 1.11.2007 kl. 23:02

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jæja, nú vona ég bara að þið séuð komin heil í hús og upp í rúm og líði öllum vel.  Guð geym.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2007 kl. 00:31

12 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gangi þér vel í flutningunum.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.11.2007 kl. 15:02

13 identicon

Knús í kross ..... kvedja frá flutningaálfinum

zordis (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 16:44

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

Vonandi hefur hlustað á þig og allt gengið vel í flutningunum.

Huld S. Ringsted, 2.11.2007 kl. 17:13

15 Smámynd: Huld S. Ringsted

það átti að koma veðurguðinn á milli hefur og hlustað!

Huld S. Ringsted, 2.11.2007 kl. 17:14

16 identicon

Velkomin heim , og gangi ykkur allt í haginn.   Kveðja Gerður G.

Gerður G. (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 18:34

17 Smámynd: Hugarfluga

Er ekki gott að vera komin HEIM, Snædrottning??

Hugarfluga, 2.11.2007 kl. 21:43

18 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er kominn nýr bókalisti....

Marta B Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 01:15

19 identicon

Það eru jól í IKEA,sænsk.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 08:05

20 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Velkomin heim og í húsið ykkar. Veðurguðinn er með rosalegan vindgang fyrir utan gluggann hjá mér núna.

Svava frá Strandbergi , 4.11.2007 kl. 23:18

21 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Vesturbærinn, hm, þar er aldrei logn nema milli klukkan 23.10 og 23.40, þá mánuði sem byrja á j, öll ár nema hlaupár. Eða þannig. En samt er Vesturbærinn yndislegur með hundum sínum, köttum, steinhúsum, Bráðræðisholti, Háskóla og Melabúð. Og fjölbreyttu fólki. Held og lykke á nýja heimilinu.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.11.2007 kl. 21:53

22 Smámynd: www.zordis.com

Hjartans englaknús og gangi ykkur vel að koma öllu á réttan stað!

www.zordis.com, 7.11.2007 kl. 22:05

23 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gangi ykkur vel að koma ykkur í stuð í gamla landinu. Verðum í bandi.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.11.2007 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 310958

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband