Leita í fréttum mbl.is

Myndin sem ALLIR eru að horfa á núna..og eflaust bara hollt fyrir okkur að skoða efni hennar.

 www.zeitgeistmovie.com

Svo mæli ég með því að liðið sem nú er verið að skuldhreinsa verði ormhreinsað í leiðinni.....það er svo greinilega maðkur í mysunni. Og það RISASTÓR!!!

Ef fréttamenn leggjast ekki allir sem einn í rannsókn á þessari frétt sem nú geysar um í bloggheimum og finna út hvað er satt í henni þá eru þeir ekki starfi sínu vaxnir. Mikil er reiðin orðin meðal almennings og það eru takmörk fyrir hvað er hægt að bjóða upp á mikinn subbugang á örfáum vikum.

M576~Arched-Doorway-Posters

 Hvað er að gerast bak við allar þessar luktu dyr í bænum???Errm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ætla að horfa á þessa mynd.

Knús og sjáumst vonandi á morgun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.11.2008 kl. 15:24

2 Smámynd: Páll Jónsson

Mér fallast hendur... Almenningur á Íslandi er orðinn einn stór hópur samsæriskenningarugludalla.

Fólk lenti ekki á tunglinu! 11. september var framið af CIA! Sem er stjórnað af gyðingum! Og frímúrurum! Og geimverum! Bermúdaþríhyrningurinn! Global warming er blekking vísindamanna! Heilun! Detox! blabla SNARGLSBH!?!

Af hverju trúir fólk svona kjaftæði? Hvaða óþroskahefta manneskja getur horft á myndir eins og Loose Change, What the bleep do we know og Zeitgeist og hugsað "hey, þetta meikar bara nokkuð góðan sens".

Hjálp.

Páll Jónsson, 3.11.2008 kl. 16:04

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég var líka búin að setja þessa mynd á bloggið hjá mér fyrir nokkru síðan. Mæli líka með henn vegna þess að hún vekur til umhugsunar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.11.2008 kl. 16:08

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ég hef velt fyrir mér þessu orði "samsæriskenning". Ef hægt er að saka einhvern um slíkt er viðkomandi ekki heill á geðsmunum eða eitthvað álíka.

Hvað þýðir þetta: það er fásinna að láta sér detta í hug að fleiri en einn aðili geti saman um að græða á öðrum aðilum. (ergo: allar hugmyndir um samráð olíufélaga hafa því kveiknað sem hugarburður huga sjúkra einstaklinga).

Hvers vegna er það svo gildishlaðið að láta sér detta í hug að aðilar standi saman að samsæri? Hvers vegna er orðið samsæriskenningar tabú?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.11.2008 kl. 16:13

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Leiðrétting: Ef einhver sakar einhvern um að setja fram samsæriskenningu er viðkomandi.......

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.11.2008 kl. 16:15

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ætlar einhver í alvöru að halda því fram að hér sé allt uppi á borðum og að við getum bara sofið róleg meðan báknið sem neitar að víkja eftir að hafa farið með þjóðina beint á andlitið í þennan drullupoll rannsaki sjálft sig ??? Við erum alls staðar að sjá VANHÆFI..en leggjum greinilega allt aðra merkingu í það orð en stjórnvöld og embættismannaklíkan gerir. Já..ég held að það hljóti að vera eitthvert  samsæri í gangi..því það er hvergi nokkurn vottur um heilbrigða skynsemi í neinu sem verið er að gera...og upplýsingaflæðið gjörsamlega stíflað. Hvað á fólk að halda??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.11.2008 kl. 16:19

7 Smámynd: Páll Jónsson

Hvaða voða trú hafið þið á valdhöfum. Á mér að finnast líklegt að þessir frekar lúðalegu og vandræðalegu einstaklingar geti haldið uppi einhverju grand samsæri?

Svo við tölum ekki um öll alheimssamsærin sem eiga að vera í gangi. Amerískir bjúrókratar sem geta varla stautað sig gegnum ræður sem einhver lærlingur, nýútskrifaður úr stjórnmálafræði, samdi á kaffitrippi yfir langa helgi, vekja lítinn ótta hjá mér.

Valdhafar eru vafalaust ekkert heimskari en annað fólk en þetta eru heldur ekki vondu kallarnir úr Bond myndum. 

Páll Jónsson, 3.11.2008 kl. 16:34

8 Smámynd: Jón

UPP með þetta blogg, þessi mynd á skilið athygli!

Jón, 3.11.2008 kl. 16:36

9 Smámynd: Neo

Páll minn, ertu heldurðu í alvörunni að Kanarnir hafi farið til tunglsins? Heldur þú kannski líka að hrun tvíburaturnana sé samkvæmt lögmálum eðlisfræðinnar og að stálið hafi bráðnað í eldi?

Þó að þú viljir ríghalda í Matrix-inn þá er ekki þar með sagt að allir vilji það. Ég fagna því ef stór hlutu íslendinga er að vakna. Það er leiðin út úr Matrixnum sem við erum í.

Ignorance is bliss

Neo, 3.11.2008 kl. 16:45

10 Smámynd: Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir

Bara gott mál að líta í kringum sig... Ef við erum ekki upplýst getum við ekki myndað okkur skoðun!

UPP með þetta!!!! 

Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir, 3.11.2008 kl. 16:46

11 Smámynd: Guðjón Heiðar Valgarðsson

Frábært að sjá þessa bloggfærslu, þessa mynd er mjög mikilvæg og nauðsynlegt fyrir Íslendinga að taka hana til athugunar.

 Leiðinlegt að sjá hið týpíska "allar samsæriskenningar eru kjaftæði" komment frá honum Páli Jónssyni... ertu ekki með neitt betra en þetta útjaskaða spil sem hefur verið trompað trekk í trekk?

get ég ekki réttilega gefið mér að þú hafir ekki séð þessa mynd en séð eitthvað "svar" við henni á netinu og afskrifað allt saman? 

Hér er 1400 manna samansafn samsærisrugludalla sem hafa skrifað undir áskorun til Rúv um að sýna myndina. Endilega skráðu þig þar:

http://www.facebook.com/inbox/readmessage.php?t=1049961532848&f=1&e=-12#/group.php?gid=29449719311

Hér er beinn linkur á myndina:

http://video.google.com/videosearch?q=Zeitgeist+addendum&emb=0&aq=f#

Guðjón Heiðar Valgarðsson, 3.11.2008 kl. 16:58

12 Smámynd: Davíð Björn Þórisson

Þessa mynd verða allir að sjá. Þetta er eflaust ekki vandaðasta heimildamyndin sem gerð hefur verið en boðskapurinn er svo mikilvægur að allt annað skiptir ekki máli. Boðskapur myndarinnar hefur verið fluttur í fjöldamörgum öðrum myndum og jafnvel greinum (t.d. af Jóhannesi Birni fyrir ca 30 árum síðan - www.vald.org) og er því áreiðanlegur. En svo getið þið líka tekið bláu pilluna, horft á Idol eins og vanalega og treyst á að þetta reddist.

Davíð Björn Þórisson, 3.11.2008 kl. 16:58

13 Smámynd: Páll Jónsson

Stál bráðnar við einhverjar 1500 gráður svo það lekur varla niður í eldi, það er rétt.

Það er hins vegar búið að missa allt að helming styrks síns strax í kringum 600 gráður. Það er þó best að vera ekki að minnast of mikið á svoleiðis smáatriði, það gæti skemmt einhverjar magnaðar kenningar.

Páll Jónsson, 3.11.2008 kl. 17:14

14 Smámynd: Davíð Björn Þórisson

Páll - skoðaðu gamla dómsúrskurði t.d. í manndrápsmálum, þú munt sjá að það er nánast aldrei hægt að úrskurða mál án vafaatriða. Jafnvel læknisfræðin byggir að miklu leyti á líkindum. Það er ekkert svart eða hvítt. Taktu hausinn úr rassinum á þér og eyddu orkunni í að kveða niður eitthvað sem raunverulega er skemmandi. Þessi mynd er bara að gera góða hluti fyrir almenning sem á skilið betra en rotið bankakerfi.

Davíð Björn Þórisson, 3.11.2008 kl. 17:26

15 Smámynd: Neo

Hver er til í að hjálpa mér með þennan lista:

Top 10 ástæður fyrir því að við búum í matrix:

  1. Sagt er að Ísland sé lýðræðisríki
  2. Al-Kaída er í hverju horni og er kennt um flest sem miður fer í heiminum
  3. Því er haldið fram að maðurinn hafi komið til tunglsins
  4. Ísland er 7. minnst spillta ríki í heiminum
  5. IMF eru góðu gæjarnir
  6. ..
  7. ..
  8. ..
  9. ..
  10. ..

Neo, 3.11.2008 kl. 17:40

16 Smámynd: Thjarkur

ALLIR AÐ HORFA Á Zeitgeist!!!

Thjarkur, 3.11.2008 kl. 17:45

17 Smámynd: Bryndís Hauksdóttir

Þessi mynd er skylduáhorf!

Bryndís Hauksdóttir, 3.11.2008 kl. 17:53

18 Smámynd: Sigrún Heiða

sammála....

Þessi mynd er skylduáhorf!!

Sigrún Heiða, 3.11.2008 kl. 18:02

19 Smámynd: zeitgeist addendum

þessi mynd á athygli skilið!!

http://video.google.com/videosearch?q=Zeitgeist+addendum&emb=0&aq=f#

zeitgeist addendum, 3.11.2008 kl. 18:07

20 Smámynd: Páll Jónsson

Ég veit ekki hvaða strámanni þú ert að berja á Davíð en það er alltaf þess virði að mæla gegn því þegar verið er að fóðra fólk á kjaftæði. 

Páll Jónsson, 3.11.2008 kl. 18:11

21 Smámynd: Bryndís Hauksdóttir

Páll, hefur þú séð hana?

Hvernig getur þú fullyrt að þetta sé "kjaftæði"?

Bryndís Hauksdóttir, 3.11.2008 kl. 18:22

22 Smámynd: zzz

það þarf ekki að trúa öllu, en það verður að fá fólk til að hugsa, ef enginn segir neitt fær enginn að vita neitt, og til þess að fá athygli verður maður oft að ýkja.  Trúðu því sem þú vilt trúa, en hugsagðu þig um áður en þú segir að þetta sé bull og vitleysa

zzz, 3.11.2008 kl. 18:44

23 Smámynd: Melkorka Ólafsdóttir

Kærar þakkir fyrir ábendinguna um þessa mynd! Án þess að gleypa við öllu eins og heilögum sannleika þá fannst mér hún virkilega hjálpa mér til að skilja hvað er í gangi í heiminum í dag. Ég veit líka að meirihluti þess sem fram kemur þar er virkilega satt og vægast sagt skugglegt (t.d. þetta með að aðeins mjög lítill peninga sem við notum er í raun til)! Þessi maskína er byggð á því að við vitum sem minnst og sé forðað frá því að fá réttar staðreyndir í hendur (t.d. með yfirgangi eins og frá honum Páli). Ég hvet alla til þess að gefa sér tvo tíma til að horfa á þetta í stað þess að skoða ritskoðaðar (og úr samhengi) upplýsingar fjölmiðla

Melkorka Ólafsdóttir, 3.11.2008 kl. 18:45

24 Smámynd: Páll Jónsson

Bryndís: Ég sagði þetta nú í sambandi við umræðuna hér að ofan (sem ég á sök á svo ég kvarta ekki) en þetta á svo sem við myndina líka, a.m.k. hluta hennar. Í henni er haldið fram að Bandaríkjamenn hafi sjálfir framkvæmt árásina 11. september, sem er gjörsamlega fyrirlitleg staðhæfing sem fer þvert skoðunum þeirra sem til þekkja.

En þeir sem til þekkja eru auðvitað allir á vegum bandaríska ríkisins og rök þeirra því marklaus. Það segir sig sjálft.

Páll Jónsson, 3.11.2008 kl. 18:55

25 Smámynd: Sigrún Guðjohnsen

Þetta zeitgeist æði er búið að vera í gangi í þó nokkurn tíma og er mjög vinsælt út um allan heim. Þessi mynd er ekki sýnd í neinu snónvarpi hvergi í heiminum, þannig ég get ekki séð að elsku littla RUV á eftir að vera sú fyrsta í heiminum En fólk veit hvar það getur séð þessa mynd - http://www.zeitgeistmovie.com/statement.htm -

Sigrún Guðjohnsen, 3.11.2008 kl. 18:56

26 Smámynd: Örn Úlfar Höskuldsson

Páll, af hverju hrundi þriðja byggiingin þarna, þessi sem ekki var flogið á?

Örn Úlfar Höskuldsson, 3.11.2008 kl. 19:04

27 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Páll þú spyrð: „Hvaða voða trú hafið þið á valdhöfum. Á mér að finnast líklegt að þessir frekar lúðalegu og vandræðalegu einstaklingar geti haldið uppi einhverju grand samsæri?“

Sú samsæriskenning sem ég hef heyrt er sú að auðmannklíkan, „vinir ríkisstjórnarinnar“, hafi notað þessa „frekar lúðalegu og vandræðalegur einstaklinga“ til að vinna fyrir sig. Skiptin gegnu út á það að auðmennirnir borguðu kostnaðinn í kringum flokksmaskínuna, m.ö.o. tryggðu þeim völdin, en fengu í staðinn auðlindirnar, fyrirtækin og þar með talið bankana.

Ég vona að þetta sé ekki satt en mér finnst óhuggnanlega margt benda til að það sé fleira til í þessu en mig langar til að trúa. Þú verður að svara fyrir þig en kynntu þér vel það sem hefur verið að gerast í bæði íslensku stjórnmála- og efnahagslífi a.m.k. undanfarin áratug áður en þú myndar þér skoðun.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.11.2008 kl. 19:20

28 Smámynd: zeitgeist1

Upp með þessa færslu.  Liðsmenn Zeitgeist fésbókarhópsins hafa verið að reyna að vekja athygli á myndinni en vefstjórar mbl.is lokað síðum þeirra jafnharðan.

zeitgeist1, 3.11.2008 kl. 19:41

29 Smámynd: Kjáni Már Bjarnarson

Frábær mynd og frábært framtak, fáum þessa mynd sýnda.

Það þarf enginn að taka þessu sem 100% sannleik en hvað er að því að gefa fólki að minnsta kostinn á því heyra báðar hliðar og velja svo, Páll ?

Sama hver þín skoðunn er !

http://video.google.com/videosearch?q=zeitgeist+addendum&emb=1&aq=2&oq=zeit# - Hér getið þið séð myndinna.

Fáum hana sýnda á Rúv !

Kjáni Már Bjarnarson, 3.11.2008 kl. 20:32

30 Smámynd: Aprílrós

Get ekki farið inná síðuna , né opnað ;)

Aprílrós, 3.11.2008 kl. 20:35

31 Smámynd: Phallus Maximus

Afskaplega athyglisverð mynd. Langar einnig að benda á bókina "Confessions of an economical hit man" eftir John Perkins.

Phallus Maximus, 3.11.2008 kl. 20:59

32 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Önnur myndin er viðtal við John Perkins, sem skrifaði bókina "Confessions of an Economical hitman." Bók, sem allir ættu að lesa, sem vilja skilja hvað liggur að baki þessu ástandi, hlutverki IMF og þeim aðgerðum, sem verið er að innleiða hér til að knésetja landið.  Hlustið vel á hvað hann er að segja"

Þið getið horft á the economical hitman á síðunni hjá prakkara...prakkarinn.blog.is..ég kann ekki að setja inn link en farið á síðuna hans á næstefstu færsluna hans og þar er vídeo með viðtali um þetta. Það er sko eitthvað sem vekur mann til umhugsunar. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.11.2008 kl. 21:12

33 Smámynd: Jacque Fresco

Zeitgeist addendum er mynd sem allir þurfa að sjá.

Og fáum hana sýnda á RÚV.

Þess má til gamans geta að málfrelsið hérna er ekki jafn mikið og við höldum. Þegar þeim líkar ekki það sem er að fara fólki á milli hér á þessu blogg spjalli þá einfaldlega "kuta" þeir reikninginn þinn út.

Látum þá ekki kúga okkur, þeir eru augljóslega ekki að sinna sínu starfi. Ef þetta væru alvöru blaðamenn ekki mútaðir þrælar þá hefðu þeir vakið athygli á þessu átaki, ekki reynt að eyða því.

Ef ykkar reikningur verður út hýstur vegna fasistana sem stjórna þessu bloggi sofnaðu þá nýjan, ef þeir eyða út blogginu þínu sendu þá nýtt.

Það þarf meira en þetta til að stöðva mig !

Jacque Fresco, 3.11.2008 kl. 21:40

34 Smámynd: Jacque Fresco

Þetta gerðist fyrir mig, var með annan reikning undir örðu nafni, en þegar ég fór að minnast á Zeitgeist þá lokuðu þeir á það að ég gæti bloggað um fréttir.

Þess má einnig geta að aldrei koma fram neitt ósiðsamlegt á þessu bloggi svo sem ljótt orðalag eða annað slíkt.

Þetta var aðeins gert til þess að vekja athygli á þessu málefni.

Jacque Fresco, 3.11.2008 kl. 21:43

35 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hérna er ein margverðlaunuð mynd "The War On Democracy" sem er afar augnaopnandi, eftir að hafa séð hana er manni ljóst að til er fólk sem er ekkert heilagt og metur mannslíf einskis, ekki minna skylduáhorf en Zeitgeist.

Georg P Sveinbjörnsson, 3.11.2008 kl. 22:27

36 Smámynd: fingurbjorg

Já báðar Zeitgeist myndirnar eru mjög góðar, ég hef lengi mælt með fyrstu og er sko ekki hætt eftir að Zetigeist Addendum kom. Ég er ekki hrædd við breitingar enda er það manninum eðlislægt að þróast ÁFRAM.

hoppedí skopp

fingurbjorg, 3.11.2008 kl. 22:43

37 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já..það er alltaf hollt að víkka sjóndeildarhringinn og skoða allt frá mörgum sjónarhornum. Vil líka mæla með yndislegri bók svona fyrir svefninn...en það er bókin Ný Jörð eftir Eckhart Tolle sem er bara frábær og líka virkilega hugvekjandi. Samt svolítið jákvæðari og á öðrum nótum en það efni sem hér hefur verið kynnt.

Núna er graftarbólan að springa og út vellur gröfturinn í stríðum straumum...sem er nauðsynlegt í ferlinu til heilbrigðis og heilunar á samfélaginu okkar.  Æ hvað ég finn til með löndum mínum sem eru að ganga í gegnum sjok og gífurlegar þrengingar. Vonbrigðin eru gífurleg yfir framkomu ráðamanna gagnvart okkur. Stöndum saman og sýnum hvort öðru samkennd...og gleymum aldrei að samtakamátturinn er verkfærið okkar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.11.2008 kl. 22:53

38 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Zeitgeist myndin er skylduáhorf! 

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.11.2008 kl. 23:28

39 Smámynd: Zietgeistonair

Það væri næs að fá þessa mynd textaða á rúv eða

Skjá1.Ég náði henni textalausri en hún krafðist alla mína

athygli.Ég sem hélt að litla ísland væri svo liberal,það er

ekki einusinni hægt að blogga á moggabloggi án þess að

yfirvaldið  ritskoði og kötti útskoðanir og ritfrelsi okkar.

 Þeir vilja hafa okkur dofin.

Zietgeistonair, 3.11.2008 kl. 23:33

40 Smámynd: Tómas Ingi Adolfsson

Ég mæli með því að fólk kynni sér þessa mynd því að hún er mjög áhugaverð og það þarf að komast til botns í því hvað er rétt í henni.

Fólk þarf samt að muna að áhrifamesti áróðurinn á að birtast manni sem sannleikur...

Tómas Ingi Adolfsson, 3.11.2008 kl. 23:35

41 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Voruð þið nokkuð búin að gleyma því að þessi lög taka gildi um áramótin. Þessu kom Björn Bjarnason í gegn á vordögum..eins gott að ef það verður bylting..hugarfarsbylting...að hún verði þá fyrir jólin!!!

Nú verður uppþot eða fjölmennar óeirðir brjótast út sem hafa haft eða gætu haft í för með sér líkamsmeiðingar eða stórfelld eignaspjöll og ekki verður með vissu bent á hinn seka eða hina seku og er þá lögreglu heimilt að handtaka hvern þann sem nærstaddur er og ástæða er til að gruna um refsiverða háttsemi.
90. grein Laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008 12. júní

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.11.2008 kl. 00:35

42 Smámynd: Zeita

horfa á myndina

Zeita, 4.11.2008 kl. 01:20

43 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Björn B er örugglega búinn að átta sig á því fyrir töluverðu að fólk er byrjað að kveikja á perunni í stórum stíl og fer að ókyrrast, þori að veðja að verið er að reyna að flýta því að fá Rafbyssurnar og óeirðabílana sem hann og líkt þenkjandi eru búnir að vera að kalla eftir. Við fengum að sjá smörþefinn þegar Gas-mann og félagar fóru mikinn í ofbeldi gegn vörubílstjórum og skólakrökkum.

Georg P Sveinbjörnsson, 4.11.2008 kl. 01:30

44 Smámynd: ZeitgeistAddendum

búið að loka á tengingar mínar við fréttir og allar færslur sem ég hef gert hafa verið blokkaðar frá fréttinni... hvers vegna?

ZeitgeistAddendum, 4.11.2008 kl. 01:38

45 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er einmitt það sem maður óttast Ég á a.m.k. erfitt að sjá annan tilgang með þessum lögum sem Katrín vísar í en að gefa yfirvöldum heimild til að taka hvern þann sem lögregluyfirvöldum þykir grunsamlegur. Koma með trukk og sópa „lýðnum“ saman upp í hann og hvað svo?? Nei, ég er ekki enn búin að botan í tilgangi þessara laga og enn síður hvers vegna lagagrein af þessu tagi þótti nauðsynleg í íslenskum lögum. Allra verst gegnur mér að átta mig á því að þetta hafi verið samþykkt. Fá þingmenn engan tíma til að lesa frumvörp til laga lengur?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.11.2008 kl. 01:41

46 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Af því að þú ert að vekja fólk, það má ekki.

Georg P Sveinbjörnsson, 4.11.2008 kl. 01:41

47 Smámynd: Phallus Maximus

Ef þessi linkur hreyfir ekki við fólki þá veit ég ekki hvað gerir það. Þetta er fyrsti hluti af þremur.

http://video.google.com/videoplay?docid=3968544393356669182 

Phallus Maximus, 4.11.2008 kl. 02:03

48 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað er samsæri í þessari mynd?? Þessi nytsami sakleysingi þarna að ofan hefur greinilega ekki horft á hana. Hún lýsir einfaldlega uppbyggingu peningakerfis samtímans, hvernig það er til komið, hverjir augljósir veikleikar þess eru og hverju það er að koma okkur í trekk í trekk. Hún lýsir einnig þeirri STAÐREYND að við hverja efnahagsdýfu, þá flytjast völd og fjármunir á færri og færri hendur, svo raunar má segja að handfylli alþjóðafyrirtækja, sem nánast starfa utan alls lagaramma, eiga nánast allan helvítins heiminn.

Pælir einhver í því af hverju Exxon var að setja hagnaðarmet mitt í öllu kjaftæðinu? Heldur þessi drengur að alþjóðastjórnmál og kapítalisminn ráðist af helberum tilviljunum?

Varðandi New World order, þá er það staðreynd, sem kynnt var af Buss eldri (a grand idea) 11. sept. 1992 á þinginu. Nafta er staðreynd, CFR er staðreynd Trilateral Commission er staðreynd og það er líka stareynd að David Rockefeller (eigandi Exxon t.d.) er driffjöður í öllu þessu og t´jáir sig stöðugt um pípudraum sinn um one world goverment (nokkuð sem heyrðist fyrst hjá Mussolini).

Það er verið að steypa heiminum í blokkir efnahagsbandalaga, sem síðar verða sameinaðar. Handritið er til og það er opinbert. Nú mun efnahagsbandalag norður ameríku líta dagsins ljós bráðlega ef það verður ekki stoppað og nýja myntin verður AMERO.

Heldur þessi drengur að Forsetaframbjóðandinn Ron Paul, sé vænisjúkur samsæriskenningasmiður?  Ég bið ykkur að skoða það sem hann hefur að segja. Nóg af efni á netinu. 

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2008 kl. 02:27

49 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það hefur yfirleitt ekki skort nytsama sakleysingja þegar við sem höfum verið að benda á þessa hluti á undanförnum árum höfum verið að reyna að ýta við fólki og fá það til að skoða hlutina upp á eigin spýtur, alltaf spretta fram "Pálar" og gjamma sína frasa og tefja fyrir því að fólk hætti að láta mata sig á upplýsingum og hugsi aðeins sjálfstætt.

Hér er færsla" Er hrun handan við hornið" sem ég skrifaði 30 Nóvember 2007 og vakti engin viðbrögð.

Georg P Sveinbjörnsson, 4.11.2008 kl. 03:22

50 Smámynd: Egill

mikið að svona aðeins of paranoid hugmyndum, sem og voðalega langsóttum punktum sem má og auðveldlega vil ég taka fram, útskýra á aðra máta.

en myndin sem slik vekur fólk til umhugsunar og það er gott, fyrir þá sem vilja fræðast um fleira í þessum dúr en á vitsmunalegan máta.

þá er að lesa eitthvað eftir Noam Chomsky.

fáir sem hafa tærnar þar sem hann hefuru hælana.

eða fyrir þá sem nenna ekki að lesa þá er þetta áhugavert samtal

http://www.youtube.com/watch?v=8ghoXQxdk6s

fyrir þá sem eru harðir á því að þetta sé allt voðalega normalt og þessir samsæriskenningavitleysingar geta hins vega lesið eitthvað eftir Victor Davis Hanson, eða bara hlustað á þetta skemmtilega viðtal

http://www.youtube.com/watch?v=PhhNxWZxQz8

en hver vill einungis horfa á youtube, kaupa bækur fólk !

koma efnahagnum aftur í gang. eyða eyða

Egill, 4.11.2008 kl. 05:32

51 Smámynd: Örn Arnarson

Myndin er góð fyrir alla.  Í versta falli segir hún þá hlið sem enginn annar sýnir.  Hún er trúverðug fyrir mitt leyti og staðfestir m.a. sumt af því sem ég hef haldið fram með trúleysi mínu.

En þeir sem hafa séð hana:  Finnst ykkur eitthvað grunsamlegt við fjármálakreppuna núna?  Hver er að græða á henni?

Örn Arnarson, 4.11.2008 kl. 08:33

52 Smámynd: Neo

Örn, olíufyrirtækin eru að skila methagnaði, þeir græða á tá á fingri. Í stuttu máli þá eru það feitu globalistarnir sem eru að verða feitari.

Mig langar að benda á Lindsay Williams sem hefur lengi verið að benda á þá fáu sem stjórna heiminu. Hann hefur oft spáð rétt fyrir um þróun olíuverðs (svartagullið er eitt af aðal stjórntækjum heimsins) og nú síðast þann 28 júlí sagði hann að olíufatið færi niður í $50 dollara á fatið. Athugið að þegar hann sagði þetta var olíufatið um $120.

Í fréttum í dag kemur fram að olían er komin niður fyrir $60:

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/11/04/heimsmarkadsverd_a_oliu_laekkar/

http://www.visir.is/article/20081104/VIDSKIPTI07/916617366/-1

Eftir að hafa staðið í því í tugi ára að benda á hvernig heiminum er stjórnað af fáum hefur hann dregið sig í hlé þar sem að honum og fjölskyldu hans var hótað lífláti.

 Þetta er tekið úr viðtalinu við hann 28 júlí: 

“Price of crude oil is going down to $50 a barrel. . . gas will be $2 to $2.50 a gallon”  “The entire Arab world will be bankrupt”

Hér er síða sem tekur saman það sem Williams sagði í júlí og hvernig hlutirnir eru að þróast:

http://wearechange.wordpress.com/2008/10/10/remember-what-lindsey-williams-said-in-july/

Að lokum vil ég benda á þessa góðu færslu hjá bofs um þessi mál:

http://bofs.blog.is/blog/bofs/entry/693487/

Það þurfa allir að fara að opna augun fyrir hvað er raunverulega að gerast í heiminum. Við þurfum að koma okkukr út úr Matrix-num. Sýnum gott fordæmi hér á Íslandinu góða.

P.s. þetta er orðin heitasta umræðan á blog.is

Neo, 4.11.2008 kl. 10:20

53 Smámynd: Guðjón Heiðar Valgarðsson

búið að loka á tengingar mínar við fréttir og allar færslur sem ég hef gert hafa verið blokkaðar frá fréttinni... hvers vegna?

Guðjón Heiðar Valgarðsson, 4.11.2008 kl. 10:46

54 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ég er svo reiður að ég gæti bloggað!

Jón Ragnarsson, 4.11.2008 kl. 11:08

55 Smámynd: Neo

Gott fólk, Það er búið að loka blogginu hans Guðjóns:

http://frussukusk.blog.is/ 

Maður má greinilega bara hafa réttar og hefðbundnar skoðanir. Finnst ykkur þetta réttlátt?

Neo, 4.11.2008 kl. 11:30

56 identicon

Úff, ég hef ekki þolinmæði í þetta einu sinni enn.

ZEITGEIST er heimildarlega vanheil. Ekki nokkur maður menntaður á neinum þessum efnum sem myndin tekur fyrir getur nokkurn tíman fallist á þetta að neinu leiti.

Fyrir mitt leyti hef ég tekið Hórus fyrir á mismunandi síðum sem hafa haldið þessari mynd sem sannleik og fundið ca. 10 villur í þeim 10 staðhæfingum sem sagðar eru um hann í þessari mynd.

Ég efa það ekki að stjórnmálafræðingar og byggingaverkfræðingar munu finna svipað hlutfall af rusli í hinum helmingunum.

Þessi mynd er creationist bullshit fyrir trúleysingja þar sem heimildir eru skapaðar úr engu í stað þess að fara í gegnum nátúrulegt ferli rítrýnar þar sem aðeins þær sem halda einhverju vatni lifa af.

Jakob (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 12:45

57 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Hér væri ráð að staldra við og íhuga orð Carl Sagans, að stórbrotnar fullyrðingar krefjist stórbrotinna sönnunargagna.

Það versta við t.d. fyrsta hluta myndarinnar sem fjallar um goðsöguna af Jesú er að í henni er sannleikskorn þótt flest af þeim fullyrðingum sem uppi eru hafðar séu tóm þvæla og rangfærslur sem reynt hefur verið að leiðrétta trekk í trekk. Margt í sögunum af Jesú og eiginleikum hans eru teknir úr eldri goðsögum guða á borð við Dýonísosar, Míthra o.s.frv. en flest af hinum meintu líkingum Jesús við Ósýris eru tóm þvæla, til dæmis þær staðhæfingar að báðir hafi verið eingetnir af mey. Ótal forsögulegir guðir urðu til við hin ótrúlegustu skilyrði, þetta væri svipað og að segja að Jesú og Aþenu svipaði saman því bæði urðu til við óvenjuleg skilyrði.

Lítum síðan á wikipediu og hvað hún hefur að segja um 9/11 samsæriskenningarnar (ónei, kannski er hún meðvirk í þessu!):

"Michael Shermer, writing in Scientific American, said: "The mistaken belief that a handful of unexplained anomalies can undermine a well-established theory lies at the heart of all conspiratorial thinking. All the evidence for a 9/11 conspiracy falls under the rubric of this fallacy. Such notions are easily refuted by noting that scientific theories are not built on single facts alone but on a convergence of evidence assembled from multiple lines of inquiry." "

Tímaritið Popular Mechanics, skrifað af vísindamönnum og verkfræðingum gaf út bókina Debunking 9/11 myths þar sem þeir tæta niður veiklulegar spekúlasjónir samsæriskenningasmiða. Hvorum treystið þið betur til að fullyrða um eiginleika stáls í byggingum við mikinn hita? Æ nei, þeir eru víst bara partur af samsærisgenginu.

Sumir hér hafa uppi mikla háreysti um mikilvægi gagnrýninnar hugsunar þegar þeir virðast ekki hafa snefil af henni sjálfir. Ég bíð bara eftir því að einhver komi hingað inn og saki ritstjórn mbl um að vera part í þessu öllu saman. Sjálfum finnst mér það afskaplega heimskulegt af þeim að reyna að ritstýra þessari umræðu um þessa óvönduðu mynd, fái umræðan að vera frjáls hlýtur skynsamt fólk að sjá að þessi mynd er bull.

Kristján Hrannar Pálsson, 4.11.2008 kl. 12:48

58 Smámynd: Magnús Unnar

Þessi mynd er ágætis skemmtun. En hún er álíka trúverðug og mistæk og E.T. Ekki gleypa við öllu sem sagt er í myndinni því merkilega mikið af því stenst engin rök :)

Magnús Unnar, 4.11.2008 kl. 13:24

59 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Það (stálið) er hins vegar búið að missa allt að helming styrks síns strax í kringum 600 gráður"

Já, en þá er bara hálf sagan sögð.  Burðarþol stáls í eldi grundvallast á tveimur þáttum.  Í fyrsta lagi hitastigi og í annan stað álagi.  þarna kemur yfirhönnun Wtc inní myndina.  Wtc var svo yfihannað að jafnvel þó stálið missti helming styrk síns, gat það samt sem áður borið margfalda þyngd sína.

6-700 gráðu C hiti á stáli Wtc var ekki neitt fyrir byggingu.   Tekur varla að minnast á slíkt.  Og getur allra síst útskýrt skyndilegt og globalt hruns slíkra massífra bygginga.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.11.2008 kl. 14:02

60 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það er sístækkandi fjöldi óháðara vísindamanna og sérfræðinga sem eru að reyna að fá hið sanna fram, vísindamanna sem hefði aldrei komið nálægt samsæriskenningum fyrir 9/11, en obauð vitleysan sem almenningi var boðið upp á af stjórnvöldum og leyguþýi þeirra. Hér er frábær síða sem haldið er úti af sannleikleytandi vísindamönnum og sérfræðingum SCHOLARS FOR 9/11 TRUTH AND JUSTICE.

Hérna er síðan afar athyglisvert myndband.

Georg P Sveinbjörnsson, 4.11.2008 kl. 14:02

61 Smámynd: ZeitgeistAddendum

ótrúlegt að fólk sé enn að vitna í popular mechanics. Eruði hálfvitar?

Hafiði hlustað á þá reyna að svara fyrir sig? GERIÐ ÞAÐ EÐA HALDIÐ KJAFTI...

http://www.youtube.com/watch?v=XLx5GATh_z0&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=pb49MfDrwOo&feature=related

 þessi vitleysingur heldur því í raun og veru fram að þeir hafi fundið dna sýnin hjá hryðjuverkamönnunum?!

Útskýrðu hvernig í ósköpunum og ef svo er, hvar fengu þau upprunalegu sýnin til að bera þau saman við?

og ég á að trúa þessum gaur frekar en minni eigin skynsemi og rökhugsun??

 gleymdu því!

ef þú ætlar ekki að hlusta á þetta vil ég ekki heyra múkk frá þér í viðbót! 

og hér virðast flestir vera að einblína á fyrri myndina zeitgeist, ekki nýju addendum sem er sú sem flestir eru að ræða um... og talandi um að:

 "The mistaken belief that a handful of unexplained anomalies can undermine a well-established theory lies at the heart of all conspiratorial thinking"

Hvað eruð þið að reyna að gera við kenningarnar sem koma fram í zeitgeist?

viltu vinsamlegast ekki skjóta þig svona harkalega í fótinn, það gætu verið börn hérna sem vilja ekki verða vitni að svona blóðugum viðbjóði.

ZeitgeistAddendum, 4.11.2008 kl. 14:05

62 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ekki þarf að taka svosem fram að flestir þeir vísinda og fræðimenn senm hafa lagt sannleykanum við hafa orðið fyrir lágkúrulegum 2Ad hominen" árásum og reynt að gera lítið úr þeim á margan hátt.

Georg P Sveinbjörnsson, 4.11.2008 kl. 14:07

63 Smámynd: Morten Lange

Er einhver sem getur bent á betra sjónvarpsefni um orsakir kreppuna en Zeitgeist myndirnar ?

Þá er aldrei að vita hvort krafan gæti orðið að sýna þá mynd í staðin. Gefið að rökstuðningin sé góð, að myndin taki í alvöru á vandanum, og sé aðgengileg á netinu, eða að ítaleg gagnrýni sé til.

Morten Lange, 4.11.2008 kl. 15:26

64 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er aldeilis fjörug umræðan..sem er bara af hinu góða. Við skulum bara sjá hvað setur hér næstu vikur og mánuði. Það eiga eflaust enn fleiri mál eftir að koma upp á yfirborðið sem við þurfum að reyna að botna í.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.11.2008 kl. 15:38

65 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Marten, þessi, "Money As Debt" er ansi góð og skýrir hlutina út á auðskildu mannamáli.

Mæli síðan með að allir sem ekki hafa ennþá lesið "Falið Vald" geri það hið fyrsta, þar er ekki farið með nein fleypur heldur talað um staðreyndir sem ekki hafa farið hátt illu heilli. Síðan er ekki úr vegi að lesa hina mögnuðu "Skákað í skjóli Hitlers" sem skýrir ennfrekar við hvað er að eiga þegar heimselítan er annars vegar, óhugnanlegar staðreyndir en afar nauðsynlegt að vita og skilja engu að síður.

Georg P Sveinbjörnsson, 4.11.2008 kl. 16:06

66 Smámynd: Zeitgeist

FRÁBÆRT!! Fólk er að opna augun og þefa af skítalyktinni. Það eru ótrúleg öfl í gangi og það er hagur þessarra afla að fólkið viti ekki af þeim.

Það er búið að kenna okkur að samsæriskenningar séu kjánalegar og að einungis vitleysingar trúi því sem sær segja.

En fólkið er að vakna og átta sig á því að ekki er allt sem sýnist. Fleiri og fleiri eru reiðubúnir til að horfast í augu við sannleikann og rísa upp gegn því valdi sem hefur of lengi leikið lausum hala.

Hér hefur fólk sett inn tengla á margar ágætar síður "Zeitgeist Addendum" og "The War On Democracy  og ég mæli með þessarri heimildarmynd "The Revolution will not be televised" sem fjallar um valdaránstilraunina í Venezuela 2002: http://video.google.com/videosearch?q=Hugo+Chavez&emb=0&aq=f&aq=f#

 Auðvitað að engin manneska að láta Zeitgeist né Sjálfsæðisflokkinn hugsa fyrir sig. Skoðaðu málið og gerðu upp hug þinn sjálf(ur).

Byltingin er hafin! Henni verður bara ekki sjónvarpað!!!

Zeitgeist, 4.11.2008 kl. 16:33

67 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Auðvitað að engin manneska að láta Zeitgeist né Sjálfsæðisflokkinn hugsa fyrir sig. Skoðaðu málið og gerðu upp hug þinn sjálf(ur).

Nákvæmlega...Við getum þrasað og rifist um hvaða kenningar séu réttari en aðrar. Aðalatriði er að hver skoði fyrir sig og myndi sér skoðun út frá því. Bókina Falið vald las ég fyrir löngu síðan og hún hafði mikil áhrif á mig og opnaði á mér augun fyrir því að ekki er allt sem sýnist.

www.vald.org 

 Bara ekki trúa blint á allt sem stjórnvöld og fjölmiðlar matreiða ofan í ykkur. Ef einhvern tímann hefur verið þörf á því að við séum vakandi og athugul..þá er það núna!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.11.2008 kl. 16:47

68 Smámynd: SeeingRed

Hérna er afar fróðleg færsla með upplýsingum, sönnunum og játningum reyndar um að John F. Kennedy var myrtur af CIA og morðið skipulagt af þeim. Fréttir sem fara algerlega framhjá linum og sofandi fjölmiðlafólki á Íslandi, en sem betur fer eru sumir bloggarar betur vakandi.

http://gullvagninn.blog.is/blog/hin_nyja_heimsyn/entry/687015/#comments

SeeingRed, 4.11.2008 kl. 19:24

69 Smámynd: Páll Jónsson

Jæja... ég hvet fólk a.m.k. til að kynna sér báðar hliðir málsins.

Popular Mechanics, 911myths.com og hin opinbera skýrsla rannsóknarnefndarinnar er ágætur staður til að byrja.

En það angrar mig að fólk fallist á allskonar skottulækningar, undralyf og trúarþvælu en sé svo tilbúið að afneita vel rökstuddum hlutum eins og hnattrænni hlýnun, þróunarkenningunni og árás Al Qaida á tvíburaturnana.

Ég mæli a.m.k. með alvöru efasemdarmönnum eins og James Randi og aðstandendum http://www.skepdic.com/

Páll Jónsson, 4.11.2008 kl. 21:15

70 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Talandi um alvöru efasemdarmenn minni ég aftur á SCHOLARS FOR 9/11 TRUTH AND JUSTICE.

Georg P Sveinbjörnsson, 4.11.2008 kl. 21:45

71 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hverja telur þú Páll líklegustu skýringuna á því allt stálið úr turnunum var flutt með hraði úr landi til bræðslu án þess að það væri rannsakað gaumgæfilega áður?

Hvernig útskýrir þú t.d þessar myndir af stubbunum sem eftir stóðu?

http://wtc7lies.googlepages.com/stevene.jones'thermitethermateclaims

Georg P Sveinbjörnsson, 4.11.2008 kl. 21:56

72 Smámynd: SeeingRed

Hérna er afskaplega fróðlegt yfirlit yfir samstarf CIA og Osama Bin Laden og ýmissa hryðjuverkamanna sem voru þjálfaðir af þeim.

http://www.youtube.com/watch?v=4oYjsVdm7dE

SeeingRed, 4.11.2008 kl. 22:38

73 Smámynd: SeeingRed

Og annað (sem ætti raunar að skoðast á undan hinu sem ég hlekkjaði á fyrst) sem fer yfir afar ábatsama og áratuga langa vináttu og viðskifti Bush fjölskyldunnar og Bin Laden fjölskyldunnar, afar athyglisvert svo ekki sé meira sagt.

http://www.youtube.com/watch?v=HXk0LFVAgHE

SeeingRed, 4.11.2008 kl. 22:49

74 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Ég ætla að kíkja á þessa mynd sem allra fyrst, sé það að hún er greinilega forvitnileg samkvæmt fólkinu hérna.

Kreppa Alkadóttir., 5.11.2008 kl. 00:00

75 Smámynd: Illugi Torfason H.

Góð mynd og samræmist að mörgu leyti þeim hugmyndum sem ég hafði áður um hið fullkomna kerfi en peningar passa alls ekki inn í þá mynd. Kreppan sem er að hellast yfir þjóðina hefði ekki þurft að koma til nema út af peningum, lánum og annarri vitleysu byggða á peningakerfinu.

Illugi Torfason H., 5.11.2008 kl. 11:43

76 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Þetta er afskaplega veik röksemdafærsla hjá þér Georg. Þótt erfitt reynist að útskýra eitt og annað í sambandi við ellefta september þá þýðir það ekki sjálfkrafa að um gríðarstórt plott sé að ræða sem leyniþjónusta Bandaríkjanna skipulagði. Þá gæti ég alveg eins sagt að þetta væri allt vísindakirkjunni að kenna, nú eða að geimverur standi á bak við þetta allt saman. Þið eruð engu betri en nöttararnir í Sálarrannsóknarfélaginu.

Prófið að skoða heimildirnar sem myndin vísar(og vísar ekki) í. Heimildafræðilega séð er hún gjaldþrota

Kristján Hrannar Pálsson, 5.11.2008 kl. 13:06

77 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er alveg klárt og öllum augljóst sem kynna sér málið, að opinberar útskýringar BNA stjórnvalda á 9/11 halda engu vatni.  Alveg kristaltært.

Haugalygi frá a-ö

Enda hafa þeir forðast að færa fram nokkrar sannanir viðvíkjandi  fullyrðingum sínum ...og ef þeir hafa neyðst til að gefa upplýsingar sem að öllu jöfnu ætti að sanna ævintýrasögu þeirra... þá afsannar hún ævintýrið !

Td. komu þeir upp með það að B757 hafi verið flogið af amatör terrorista á 850 km hraða innum 1. hæð á Pentagon !  Hahahaha og þessu trúa sumir enn í dag !

Að sjálfsögðu hafa þeir ekki fært nokkra sönnur á að slíkur atburður hafi gerst í raunveruleikanum.  Að sjálfsögðu ekki. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.11.2008 kl. 14:17

78 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Finnst ykkur ekki einu sinni skrýtið það sem kom fram/lak út í frægum minnisblöðum að Nýkóna sárvantaði atburð á borð við Pearl Harbour til að fylkja fólki á bak við innrás í Írak, sérstaklega þar sem það var orðið flestum ljóst(sem megnuðu að hugsa út fyrir kassann) að allt það ráðslag var byggt á tómum lygum og blekkingum eins og öllum er dagljóst í dag sem eitthvað hafa á milli eyrnanna.

Sagan kennir manni líka að síðasta fólkið sem maður ætti að trú eru valdhafar og elítan að baki þeirra, svik og ráðabrugg gegn alþýðunni er eins og rauður þráður í gegnum mannkynssöguna, af hverju sumir halda að það hafi eitthvað breyst er mér fyrirmunað að skilja, sérstaklega þegar sannanir um hið gagnstæða æpa alltaðar á mann.

Hvert er t.d álit ykkar á CIA, finnst ykkur upplýsingar þaðan trúverðugar?

Hér er annsi áhugaverður vitnisburður fyrrum útsendar CIA og ekki fagurt sem hann lýsir, enda galt hann fyrir uppljóstranir sínar með lífi sínu. Það ætti að vera frumregla hvers hugsandi manns að treysta ALLDREI upplýsingum frá leyniþjónustum...skoðið þessa mynd... http://killjoker.blog.is/blog/georg_petur/entry/699581/

Annars sef ég alveg rólegur þó að þið viljið taka strútinn á þetta áfram, ég reyni fyrst og fremst að fó fólk til skoða hluti upp á eigin spýtur en ekki treysta og trúa á góðmensku heimselítunnar í blindni.

Georg P Sveinbjörnsson, 5.11.2008 kl. 16:37

79 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Hvaða sönnunargögn þyrftu að liggja fyrir"

1. Skýrsla NTSB um rannsókn á vettvangi og brak væri linkað með ótvíræðum hætti við meinta vél.  (ekki til og enginn veit hvað varð um meint brak)

2. Að upplýsingar úr flugrita meintrar B757 styddu opinbera ævntýrið (gerir það ekki)

3. Upptökur allra eftirlitsmyndavéla gerðar opinberar (ekki gert og þær fáu sem gerða hafa verið opinberar sýna no plane.  Ein upptaka augljóslega heavily edituð sýnir "eitthvað blörr" lágrétt 2-3 tommur yfir yfir jörðu.  Ef opinbera ævintýrið væri rétt hefðu augljóslega nokkrar öryggismyndavélar fangað gripinn.  Auglóslega)

Sko, það er einfaldasta mál í heimi að sanna það ef huge B757 krassar einhversstaðar... en í þessu tilfelli... líklega af því það var "terrorárás"... þa er það ekki hægt ! Halló !!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.11.2008 kl. 16:42

80 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps.

4. Vettvangur þarf að benda til að B757 hafi krassað þar (gerir ekki)

5. Skemmdir á og í byggingu þurfa að koma heim og saman við sem afleiðingar B757 (gerir ekki)

6. Það þarf að vera hægt í raunveruleikanum að fljúga B757 á þann hátt sem opinbera sagan gerir ráð fyrir (gerir ekki, faktískt impossible í raunveruleikanum)

7. Etc etc etc. (gerir ekki, það sendur ekki steinn yfir steini í hverjum þætti Pentagon sögu BNA stórnar... frekar en 9/11 sögunni allri)

Georg, blessaður vertu, þetta er trúarlegs eðlis hjá þeim sem kokgleyptu opinbera ævintýrið.  Staðreyndir skipta ekki máli því ævintýrið er svo þægilegt.   

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.11.2008 kl. 16:58

81 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Adrienne Rich:

"False history gets made all day, any day,
the truth of the new is never on the news."


Georg P Sveinbjörnsson, 5.11.2008 kl. 17:22

82 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Buddha:

"Believe nothing just because a so-called wise person said it. Believe nothing just because a belief is generally held. Believe nothing just because it is said in ancient books. Believe nothing just because it is said to be of divine origin. Believe nothing just because someone else believes it. Believe only what you yourself test and judge to be true."

Semsagt, hugsa sjálfstætt.


Georg P Sveinbjörnsson, 5.11.2008 kl. 17:33

83 Smámynd: Mofi

Fyrsta myndin var fyrir neðan allar hellur. Svo illa gerð og illa rannsökuð að það var varla hægt að finna eitt eða neitt í henni sem var satt.  Ég skrifaði um hana hérna: Zeitgeist

Það gerði það að verkum að ég vægast sagt vantreysti öllu sem þeir segja í þessari mynd.  Samt, eitt af því sem þeir leggja mjög mikið í er að peningakerfi heimsins er með innbygða spillingu og græðgi og það fannst mér mjög merkilegt.  Leiðinlegt að sjá ekki meiri efnislega umræðu um þann þátt myndarinnar.

Líka væri gaman að sjá umræðu um þeirra hugmynd að einhvers konar "útópíu" samfélagi.  Margt mjög áhugavert þar, sérstaklega að hugsa um auðlindir í staðinn fyrir peninga og ný tækni gæti leitt til betri heims.  Að vísu virtust þeir vilja afnema trúfrelsi eða öll trúarbrögð heimsins og í staðin fyrir þau koma með sína nýju trú sem allir eiga að kaupa "or else".

Mofi, 5.11.2008 kl. 17:44

84 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

jamm útópíusamfélag.. hvers vegna er svo fjarri lagi að gefa því gaum að auðlindir komi í stað pénings? það er allt til staðar á þessari jörð en við lifum í kerfi sem veitir auðlindunum öllum í sömu vasana og þeir sem eiga þá vasa hugsa einvörðungu um það að fá sem mesta peninga og þar af leiðandi völd fyrir þær..

þetta fannst mér vera merkilegasta atriði við Zeitgeist addendum. hitt er naturlicht bara staðreynd að raunverulegir pengar eru ákaflega lítils virði í dag.. þ.e raunverulegt verðgildi pénings versus auðlindum er nánast óþekkt og þarf að skálda upp á nýtt.

pénings pénings , pénings..

er alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að stunda efnahagshernað gegn evrópu???

Úkraína , ungverjaland, Ísland..

eru ítök Pútíns í Evrópu of mikil fyrir valdablokkin fyrir vestan Ballarhaf??'

gjöf bandaríkjanna og evrópu til Georgíu var 4.5.milljarða dollara ..hmm

er economiskur hitmaður búinn að hitta barack obama???

maður spyr sig?????

enda ekki nema von!!

Hinrik Þór Svavarsson

Hinrik Þór Svavarsson, 6.11.2008 kl. 01:20

85 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Mofi, peningahlið myndarinnar er best þekktu staðreynirnar þarna og  flestir eru búnir að átta sig á því samsæri, innanbúðarverkið 9/11 eru minna þekktar staðreyndir og rökstuddar grunsemdir um svakelegustu "false flag operation" sem heimurinn hefur séð og þó af nógu að taka í þeim efnum úr fortíðinni, enda nánast orðin sérstök listgrein hjá CIA og öðrum leyniþjónustum, enda auðvelt að selja hræddu fólki nánast hvað rugl sem er. Sá atburður er líka nálægt í tíma og því afar mikilvægt að átta sig á þeim glæp svo betur sé hægt að varast næstu voðaverk þeirra er stóðu að því.

Reynt hefur verið klaufalega að gera lítið úr þeirri staðreynd að einir 9 af meintum flugræningjum sem áttu að hafa flogið á turnana eru ennþá sprellifandi... http://killjoker.blog.is/blog/georg_petur/entry/376570/

Georg P Sveinbjörnsson, 6.11.2008 kl. 01:51

86 Smámynd: SeeingRed

ÞESSI magnaða ræða sem John F. Kennedy flutti fyrir ekki svo afskaplega löngu og galt fyrir með lífi sínu og vegna þeirra fyrirheita sem hún gaf á jafn mikið erindi við nútímamann og daginn sem hún var flutt. Sannkölluð hugvekja sem varaði við öflum sem enn lifa góðu lífi og þrífast sem alldrei fyrr.

SeeingRed, 6.11.2008 kl. 02:52

87 Smámynd: Agný

6.10.2008 | 13:06

ZEITGEIST ADDENDUM Movie .. það sem kemur fram hér sýnir manni bara akkúrat hvað er að ske í fjármálaheiminum..Plott og aftur plott..

 Ef að þessi mynd kveikir ekki á einhverjum perum í toppstykkinu á okkur, þá mun sko ekki neitt "light" the fire....

Agný, 6.11.2008 kl. 10:53

88 Smámynd: Mofi

Hinrik
jamm útópíusamfélag.. hvers vegna er svo fjarri lagi að gefa því gaum að auðlindir komi í stað pénings?

Mér finnst það ekki. Eitt af stóru vandamálunum í dag tel ég vera að peningar hafa mjög takmarkaða tengingu við hinar raunverulegu auðlindir.  Síðan var mjög áhugaverður punktur í þessu hjá þeim að "gróði" væri innbygður í þetta kerfi sem gerði það að verkum að skortur væri af hinu góða þegar við auðvitað vitum að hann er af hinu vonda. Sumir gætu verið hræddir um að brauðfæða heiminn vegna þess að þá gæti verðið á þeirra afurðum lækkað og minnkað gróðann.

Útópíusamfélag tel ég aftur á móti vera draumsýn vegna þess að mannkynið sjálft er spillt. En sannarlega má gera betur og óþarfi að halda í kerfi sem ýtir undir græðgi og skort.

SeeingRed
ÞESSI magnaða ræða sem John F. Kennedy flutti fyrir ekki svo afskaplega löngu og galt fyrir með lífi sínu og vegna þeirra fyrirheita sem hún gaf á jafn mikið erindi við nútímamann og daginn sem hún var flutt

Takk fyrir þessa ábendingu, mjög áhugavert.

Mofi, 6.11.2008 kl. 11:35

89 Smámynd: kiza

Páll & Georg:  það er enginn hér að halda því fram að við eigum bara að gleypa við ÖLLU sem sagt er í þessari mynd (sem og öðrum sem tækla sama málefni), heldur að fólk opni augun fyrir atburðum sem eru að gerast HÉR OG NÚ, og íhugi aðrar skýringar og möguleika heldur en þá sem okkar (greinilega) spillta stjórn hendir í okkur.

Ég einfaldlega skil ekki hvernig það kemur svona illa við ykkur persónulega að fólk hafi áhuga á þessu.  Getið þið virkilega haldið því fram að stjórnmálamenn og viðskiptajöfrar þjóðar okkar hafi ekki haft hugmynd um hvað væri á leiðinni? Og hvaða áhrif það myndi hafa á okkur sem þjóð, og sem einstaklinga?

Svo er bara setið og nuðað yfir einhverjum smáatriðum?  Við búum í rotnu kerfi sem er stjórnað af hagsmunum hinna fáu og ríku, þar sem ójafnvægi og mismunun þrífst í skjóli 'viðskiptafrjálshyggju' og græðgi;  FINNST YKKUR EITTHVAÐ SKRÝTIÐ AÐ FÓLK SÉ FARIÐ AÐ HUGA AÐ ÖÐRUM MÖGULEGUM LAUSNUM?

Zeitgeist Addendum útskýrir hvernig peningakerfið virkar, sem og bankakerfið (fractal reserve system).  Þetta eru ekki samsæriskenningar heldur viðskiptahættir nútímans, og hver sem nennir að kynna sér það getur staðfest fullyrðingar þeirra.  Þar er líka farið út í mögulegar lausnir, þannig að þetta er ekki einhver agit-prop hræðslumynd, heldur kynning á nýjum hugmyndum, sem eru byggðar á vinnu vísindamanna, verkfræðinga og heimsspekinga.

Það er ekki skortur á auðlindum né matvöru í heiminum.  Það er ekki vatnsskortur né orkuskortur.  Það sem okkur skortir er mannvit og samstaða, og VILJI til að breyta hlutunum.

"The greatest resource that is available today is our own ingenuity."

-Jacque Fresco
www.thevenusproject.com

 -Jóna Svanlaug.

kiza, 6.11.2008 kl. 17:36

90 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Spillingaröflin burt...Mætum öll á Austurvöll  á laugardaginn klukkan 15. 00 og stöndum vörð um landið okkar og fólkið okkar. Ef við höfum einhverntímann þurft að standa saman um það sem skiptir máli þá er það núna. Set hér inn smá upplýsingar um hvernig erlendir fjölmiðlar gapa yfir aumingjaskap íslenskra fjölmiðlamanna.

Íí sl. viku unnu fjölmargir erlendir fjölmiðlamenn með okkur, frá Sky News, Le Monde, Norsk Aftenpost, Tokyo,Dagens Nyheter, Aftonbladet, BBC og fleiri og fleiri. Þeir töldu fjöldann á húsþaki Hans Petersen, hátt í 10.000 manns ;-) Síðan hringdu þeir í lögregluna til að sannreyna hana og þeir sögðu 1100 manns. Þeir gersamlega misstu sig og telja okkur nú vera algerlega þá kúguðustu og spilltu þjóð í Vesturheimi. Norskir fjölmiðlamenn rannsaka nú þetta mál, BBC er að taka viðtöl við almenning á fullu síðan á sl. fimmtudag og vilja ekkert með íslenska fjölmiðla hafa, telja þá gerspillta og munu vera hér áfram eins lengi og við viljum. Umræddur blaðamaður, Golli, sem falsaði Mbl. greinina mun þurfa að svara fyrir vinnubrögð sín. Nú loksins sér umheimurinn hverjir eiga réttilega heima á hryðjuverkamannalista og hverjir ekki.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 17:56

91 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þú ert eitthvað að miskilja mig Kiza, ég er einn af þeim sem er að benda fólki á að horfa á þessa mynd og aðrar svipaðar og opna hugann og er búinn að standa í nokkru stappi við umræddan Pál sem heldur að elítan sé tóm góðmenni sem hafi fyrst og fremst velferð fjöldans í huga en ekki eigin völd og hag, skoðaðu bloggið mitt og sjáðu hvað ég stend fyrir.

Georg P Sveinbjörnsson, 6.11.2008 kl. 18:03

92 Smámynd: Neo

Það er komin frétt á DV um að MBL lokaði fyrir Zeitgeist bloggara:

http://www.dv.is/frettir/2008/11/6/mbl-lokar-zeitgeist-bloggara/

Neo, 6.11.2008 kl. 18:27

93 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér sýnist að þeir séu hættir að  setja bloggið mitt upp..highlight.. eins og það hefur verið í rúmlega ár. Ætli það sé út af Zeitgeist umræðunni eða löggupistlinum??

Er virkilega verið að ritskoða hér..og hvað hræðast menn við að fólk horfi á þessa mynd??? Hmmm. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 18:39

94 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það er ágætt eins og ég hef gert stundum að fjasa fyrst eitthvað tengt fréttinni sem ég tengi við, en koma svo með ábendingar og hlekki á myndina og aðrar svipaðar í enda færslunnar, þá er ekki hægt að saka mann um að færslan komi fréttinni ekki við.

Georg P Sveinbjörnsson, 6.11.2008 kl. 18:44

95 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Katrín, það verður fróðlegt að sjá hvort að þeir reyni að falsa tölurnar næsta laugardag líka, nú þegar lygarnar hafa afhjúpaðar af erlendu fjölmiðlafólki, frekar kjánalegt af þeim reyna þetta og það svona hrapalega klaufalega. Ekki hissa að BBC séu búnir að afskrifa íslensku fjölmiðlana og trúi ekki orði frá þeim.

Georg P Sveinbjörnsson, 6.11.2008 kl. 18:52

96 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Bara frábært að hafa erlenda fjölmiðla hér. Tók eftir því síðast að eftir fundinn sátu þeir um fólkið sem hafði skipulagt mótmælin og þá sem töluðu og voru að taka ítarleg viðtöl við þau. Höfðu greinilega mikinn áhuga en ekki sá ég einn einasta íslendkan fjölmiðlamann gera slíkt hið sama.

Það verður spennandi að sjá hvernig fer á laugardaginn. Það verða 500 skilti í boði fyrir fólk sem vill koma skilaboðum á framfæri sem kröftugir ungir menn eru að búa til núna. Þeir munu koma með þau niður í bæ svo fólk geti fengið skilti. Flott framtak hjá þeim!!!!

Verða líklega fyrir utan Iðnó til að byrja með. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 19:04

97 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Gott mál! Væri ágætt að vera með slatta af skiltum á ensku líka svo að skilaboðin berist skýrt til erlendra líka sem sjá þetta í fréttum í heimalandi sínu.

Georg P Sveinbjörnsson, 6.11.2008 kl. 19:12

98 Smámynd: kiza

Sjitt Georg ég biðst afsökunar á að bendla þig við vitlausan félagsskap  *skammast sín*

Mér varð svo heitt í hamsi eitthvað .  Þetta átti að fara til Kristins

kiza, 6.11.2008 kl. 19:33

99 Smámynd: kiza

Búin að sjá þetta annars:  Mbl.is lokar á Zeitgeist-bloggara  ?

kiza, 6.11.2008 kl. 19:45

100 Smámynd: Páll Jónsson

Það er afskaplega erfitt að ætlast til af mér að trúa því sem þessir menn segja um efnahagsmál þegar þeir augljósa meta sannleikann ekki meira en raun ber vitni í umræðunni um hryðjuverkaárásirnar 11. september.

Það þýðir ekki að þeir hafi ávallt rangt fyrir sér en ef ég get engu treyst sem þeir segja þá er einfaldara að leita annað eftir upplýsingum.

Páll Jónsson, 6.11.2008 kl. 19:51

101 Smámynd: Kjáni Már Bjarnarson

http://www.dv.is/frettir/2008/11/6/mbl-lokar-zeitgeist-bloggara/

Peace...

Kjáni Már Bjarnarson, 6.11.2008 kl. 20:15

102 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

www.larahanna.blog.is

Þetta verða bara ALLIR AÐ SJÁ og heyra NÚNA!!!!! 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.11.2008 kl. 08:34

103 Smámynd: Sævar Finnbogason

Hvað eru Þeir sem eru á móti því að sýna þessa mynd á RÚV?

Eru þeir ekki að segja að íslenskum almenningi sé ekki treystandi til að vega og meta eina heimildamynd. Eða að Íslendingar séu kjánar sem stjórnvöld þurfi að stjórna ofnan frá. Og ef það er eitthvað til í því er augljóslega ekkert vit í lýðræðinu og við gættum að taka upp annað stjórnarfyrirkomulag.

Það á bara að sýna þessa mynd og leyfa fólki að ræða þetta sín á milli.

Sævar Finnbogason, 7.11.2008 kl. 12:03

104 Smámynd: Páll Jónsson

Ég reikna með að þeir viti enn upp á sig skömmina eftir að hafa sýnt "What the Bleep Do We Know" um daginn. Hvað ef David Attenborough taki upp á því einn daginn að fara að finna upp nýjar dýrategundir í þáttum sínum? Ætti almenningur að hafa vit á að vega það og meta, fara t.d. á netið til að sannreyna að hann fari með rétt mál?

Fólkið í landinu á að geta lagt ákveðið traust á það fræðsluefni sem sýnt er í Sjónvarpi allra landsmanna.

Páll Jónsson, 7.11.2008 kl. 12:18

105 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Páll, Þér finnst semsagt að ekki eigi að sýna myndir í Ríkisimbanum sem vekja fólk til umhugsunar og varpa fram umdeildum hlutum og geta skapað umræður. Finnst þér að það ætti ekki heldur að sýna "The War on Democracy" ? af því að hún flettir ofan af hráskinnaleik Bandaríkjamanna og tvöfeldni þeirra þegar þeir tala af fagurgala um frelsi og mannréttindi, flettir ofan af hverslags glæpastofnun og viðbjóður starfsemi CIA  og athafnir víða um heim er? Er ekki bara málið að þú hefur ekki taugar í að horfast í augu við hversu spillt elítan er, ekki bara á Íslandi? Eða ertu bara hræddur við afleiðingar þess að fólk átti sig á lygunum og blekkingunum?

Georg P Sveinbjörnsson, 7.11.2008 kl. 14:39

106 Smámynd: Mofi

Páll, sem sagt að það sem er sýnt í sjónvarpinu á að vera samþykkt af einhverjum hópi manna sem sannleikur?  Svo að allir sem horfa á sjónvarpið viti hver sannleikurinn er, þ.e.a.s. samkvæmt trú einhvers hóps manna. 

Það er svona sem heil samfélög verða heilaþvegin að mínu mati.

Mofi, 7.11.2008 kl. 14:41

107 Smámynd: Páll Jónsson

Mofi og Georg: Það er ekki allt annað hvort eða.

Umdeildar heimildarmyndir er hið besta mál að sýna, heimildarmyndir þar sem helberum ósannindum er haldið fram eigum við hins vegar heimtingu á vera ekki haldið upp að okkur sem sannleik.

Þið haldið fram að í hinni nýju Zeitgeist sem fjallað um hlutina á hlutlægari hátt en í fyrri myndinni, nú fínt, það er hið besta mál. En eins og ég segi, þið getið ekki áfellst mig fyrir að treysta varlega mönnum sem hafa áður sagt mér að tannálfar séu raunverulegir.

Mofi: Láttu ekki eins og barn, vitanlega eru gerðar sannleikskröfur til fræðsluþátta sem sýndir eru í sjónvarpi, bæði ríkissjónvarpi sem einkastöðvum. Þú getur ekki látið eins og þetta séu ný sannindi hjá mér. Er heilaþvottur að ekki séu sýndar heimildarmyndir á RÚV frá Hamas?

Páll Jónsson, 7.11.2008 kl. 15:15

108 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta blogg er ekki lengur í heitum umræðum né á.... æ hvað það nú heitir..... þarna uppi á Moggablogginu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.11.2008 kl. 15:57

109 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Eitthvað urðu nú stafirnir stærri en til stóð.....Maður trúir nú ekki sínum eigin augum þegar fólk er farið að tala með því að bara sumar myndir megi sýna eða tala um..ha??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.11.2008 kl. 15:58

110 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég efast um að til sé heimildarmynd sem er 100% rétt, hvað þá mynd um efni sem er mjög umdeilt meðal vísinda og fræðimanna eins og í þessari.

Georg P Sveinbjörnsson, 7.11.2008 kl. 22:05

111 Smámynd: Páll Jónsson

Georg: Tjah, er ekki 9/11 "umdeilt" meðal vísindamanna í sama skilningi og þróunarkenningin er "umdeild" meðal vísindamanna.

Þ.e.a.s. varla umdeild á nokkurn hátt en doktorar í gjörsamlega óskyldum fögum hafa verið fengnir til að kvitta upp á yfirlýsingu þess efnis? Þ.e.a.s. Doktorar í verkfræði efast um þróunarkenninguna og doktorar í líffræði kvitta upp á árásirnar 9/11.

Páll Jónsson, 7.11.2008 kl. 23:16

112 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Vá Katrín! Þú hefur aldeilis náð til fólks með því að vekja athygli á þessari mynd. Athugasemdirnar eru orðnar svo svakalega margar að ég verð að viðurkenna að ég nennti ekki að lesa þær allar

Renndi yfir þær og sýnist að enginn sé búinn að vekja athygli á því að það er búið að stofna hóp á Facebook þar sem skorað er á RUV að sýna myndina Zeitgeist Addendum. 

Þeir sem skrá sig í þennan hóp skrifa undir áskorun til RUV um að sýna myndina en í lok yfirlýsingar hópsins þar segir: Ef Stöð 2 eða Skjár einn viljanota tækifærið og sýna hana áður en RÚV svarar þessu kalli væri það kærkomið.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.11.2008 kl. 00:23

113 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það væri auðvitað flott að fá myndina í sjónvarpið og hafa svo opnar umræður á eftir. Það var svo oft gert í bretlandi.

Tony Blair sat oft fyrir svörum í sjónvarpssal með almenningi þar sem fólki gafst kostur á að spyrja hann brennandi spurninga..t.d í sambandi við Íraksstríðið. Einnig sátu fyrir svörum pólitíkusar og embættismenn og fólk í salfékk tækifæri til að spyrja spurninga.

Er ekki kominn tími á svona lýðræðisleg samskipti hér á landi???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.11.2008 kl. 08:24

114 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nákvæmlega!!! Ég hef líka spurt mig margsinnis sl. hvað hefur orðið um hringborðsumræður allra stjórnmálaflokka í sjónvarpssal en sem ég man eftir að hafa horft á í sjónvarpinu á meðan það var enn þá svart-hvíttÞað er bráðsnjallt að það sé ekki bara einn eða tveir þáttastjórnendur sem fá að varpa fram spurningum í þannig umræðum heldur utanaðkomandi líka.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.11.2008 kl. 14:04

115 Smámynd: Mofi

Páll, sjónvarpið ætti heldur ekkert að vera að láta sem allt það sem það sýnir vera heilagan sannleik.  Ég tel t.d. hellings sannleika vera í þessari mynd Zeitgeist Addendum en alls ekki allt. Sumir náttúrulega treysti ekki fólki til að horfa á eitthvað og mynda sér sjálfstæða skoðun. Geta sigtað út það sem er líklegast rétt frá því sem er greinilega rangt. Þú lætur eins og einhverjir bara vita hver sannleikurinn er og þeir eiga að velja hvað þjóðin sér.

Hljómar stundum eins og þér myndir líka vel við að búa í Kína þar sem almenningur er mataður eins og stjórnvöld vilja.

Mofi, 8.11.2008 kl. 20:31

116 Smámynd: Páll Jónsson

Mofi: Tjah, ég hef verið sakaður um að vera frjálshyggjupjakkur en sjaldan hitt. Það virðast a.m.k. furðu margir vera ósammála mér þegar ég mótmæli kjaftæði eins og 125. gr. hegningarlaga eða helmingnum af XXV. kafla laganna.

Þjóðin á að geta kynnt sér allt sem hún vill og hafa frelsi til að tjá sig um það, frelsi sem internetið veitir sem betur fer að miklu leyti (hvar værum við án þess!).

En sjónvarp landsmanna á ekki að ljúga að okkur. 

ps. Mér þætti merkilegt að vita Mofi hvaða mat þú leggur á fræðilegan heiðarleika fyrri Zeitgeist myndarinnar. Þar var nú farið frekar ómjúkum höndum um kristni sem er þér víst ekki alveg óviðkomandi.

Páll Jónsson, 8.11.2008 kl. 22:36

117 Smámynd: Mofi

Málið er Páll að þú veist ekki hver sannleikurinn er fyrir víst. Ef aðeins viðurkennd pólitísk rétt viðhorf fá að heyrast þá að mínu mati er á ferðinni heilaþvottur.  Ég tók alveg fram að mér fannst fyrri Zeitgeist myndin sérstaklega óheiðarleg. Maður gæti spurt sig, ætti sjónvarpið að sýna þá fyrri... já, af hverju ekki. En þá helst að sýna einhverja mynd til að vega upp á móti; helst mynd sem svarar Zeitgeist.

Ég hef gaman að kynna mér mismunandi sjónarhorn og fræðast um afstöðu mismunandi trúarhópa en því miður er sjónvarpið aðeins vettvangur hins ríkjandi viðhorfs. Síðan er fyndið þegar fólk apar það viðhorf eftir eins og það er þeirra eigið; eftir þeirra eigin rannsóknir og mat á staðreyndum.

Mofi, 9.11.2008 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband