Leita í fréttum mbl.is

Hausinn á borðstofuborðinu sem bíður eftir skóáburðinum.

Ég var ekki lengi að skutla mér framúr í morgun. Mín bíður svo skemmtilegt verkefni. Það er haus á borðstofuborðinu sem ég þarf að laga til eftir að hann hefur staðið úti í skúr í næstum tvö ár.  Það er mold í hárinu á honum og skarð komið í eyrað ásamt því að það vantar flís framan á nefbroddinn.

Svona svo þið farið ekki að ímynda ykkur að ég sé hræðilegur fjöldamorðingi sem afhausar  laglausa nágranna og leiðinlega póstmenn fyrir að setja eintóma reikninga inn um lúguna hjá mér þá skal þess getið að þessi fagri haus er úr leir. Og af merkilegum manni. Þegar ég er búin að gera hann fínan sem felst m.a  í því að bera á hann skóáburð ætla ég að mynda hann og gera um hann blogg. Það er nefninlega skondin saga sem fylgir. Þegar maðurinn minn kom heim í morgun eftir næturvaktina sagði hann.."Ég var að hugsa um að koma með rósir handa þér en kom svo frekar með skóáburð. Meira að segja tvær dollur og í sitt hvorum litnum. Segðu svo að ég elski þig ekki".

Jæja best að bretta upp ermar og byrja að lagfæra þetta fallega höfuð. Því fylgja sko sögur. það get ég sagt ykkur. Þið getið alveg beðið spennt eftir þessari listrænu afhjúpun sem hér mun fara fram!! Það er svo mikilvægt að hafa eitthvað til að hlakka til daglega. Gefur lífinu gildiWink

14.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ú la la, framhalds hausaveiðarasaga, en spennó.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2007 kl. 09:57

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ég hlakka til að sjá hausinn og þekki þessa tilfinningu sem rak þig á fætur.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 20.8.2007 kl. 10:28

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Úpps spennó .

Kristín Katla Árnadóttir, 20.8.2007 kl. 10:38

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jæja nú er að komast mynd á þetta hjá mér. Ahh hvað mig langar að ráðast í gerð á stórum skúlptúr og fara að steypa og vesenast. Vaknar upp þessi fílingur..svo sá ég einn vera að auglýsa eftir hugmyndum um fólk sem áhugavert væri að taka viðtöl við. Hel hann sé með þátt á Útvarpi sögu. Og hvað haldið þið ekki..vaknaði ekkki gamla fjölmiðlaflugan í mér og áður en ég vissi af var ég farin að bjóða þeim að gera litla þætti...taka viðtöl við spennandi fólk og flytja jafnvel fréttir af óvenjulegum en spannandi hlutum sem hér eru að gerast. Skítið að það se´bara til eitt eintak af mér. Innan í mér eru margar konur að reyna taka sér pláss í því sem þeim finnst skemmtilegast..verst að þær eru á svo margvíslegum sviðum. Allavega í dag langar mig að gera skúlptúr, búa til útvarpsþætti, mála stór olíumálverk, sækja bókina sem ég var að panta mér og byrja að lesa, lesa yfir allt efnið sem ég er búin að sanka að mér um heilun, bóka bás á frábærri sýningu um heilsu vellíðan og andlegt heilbrigði í Brighton í október...já og..jæja best að halda áfram með skóáburðinn. Fín lyktin af honum....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 11:26

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei rosalega töff mynd með færslunni.  Get ekki beðið eftir bloggi um höfuð.  Hvar er verðandi afmælisbarn farið að vinna?  Fer allt fram hjá manni þessa dagana? OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 12:57

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Verðand afmælisbarn morgundagsins minn heittelskaði Óli  vinnur tvær nætur í viku. Ég hef ekki hugmynd við hvað það er sem hann gerir en hann kemur heim með alveg hreint rosalega mikið af peningum. Ég er vissum að hann er með svona milljón á tímann. Hann segir að ég sofi betur ef ég sé ekki að hnýsast

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 13:06

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Myndin töff . fáum við mynd af hausnum með sögunni?

Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 18:53

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já....en hann er einhvern veginn ekki alveg að gera sig ennþá hausinn..vinn aðeins meira í honum á morgun og sé svo til.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 311095

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband