Leita í fréttum mbl.is

Afmæli ljónsins og aðstoð bloggvina til að óska til hamingu

Ljónið mitt á afmæli í dag. Konungur frumskógarins telur nú aldur sinn í 43 jarðarárum og hefur sjaldnast verið í eins miklum tengslum við kraft sinn og ætlun. Grrrr.........

Ég tvíburakonan er þó afskaplega verulega rétt tilfallandi ljónynja þegar ég stend við hlið hins Mikla og hrósa happi yfir þessum tuttuguogeitthvað mínútum sem skildu að Ljónið og Meyjuna. Ég hefði líklega ekki tekið eftir þessu mannsefni mínu hefði hann komið í heiminn örfáum mínútum síðar og þar með verið Meyja.  Það er alveg nóg að eiga móður í meyjarmerkinu og vera með einar fjórar í eigin korti get ég sagt ykkur. Einhverra hluta vegna höfða Ljónsmenn svona sterkt til mín....ég verð bara máttlaus í hnjánum og ringluð í höfðinu ef þeir eru einhverstaðar á ferli í nálægð við mig. En þetta er ekki bara á annan veginn..það hreinlega steinlíður yfir þá þegar þeir sjá mig og hið háværa ljónsöskur verður bara að litlu lágu mjálmi.  Já þeir hreinlega mala eins og þeir hafi drukkið rjóma í lítratali.

Það dílar ekki hver sem er við tvíburakonur nema mæta tvíefldur til leiks.

untitledv

Annars verð ég bara að segja að tamning ljónsins hefur tekist vel..ég er sátt!!!

Svo mun ég leggja mig alla fram og nota kvenlega útsjónarsemi mína til hins ítrasta svo hann sjái ekki þessa færslu.....Kissing En þekkjandi mig sjálfa mun ég auðvitað sýna honum hana sjálf.

Og þess vegna bið ég ykkur sem viljið óska ljóninu mínu til hamingju með daginn..og MIG.....setja óendanlega mikið af hrósi og smjaðri í athugasemdirnar og muna að strjúka egóinu á þessum ljúflingi..því það er það sem alvöru ljón þrífast best á. Megið líka setja hann á stall og dásama útlit hans hæfileika og kynþokka. Heiðar snyrtir sagði einu sinni að það væri eina leiðin til að halda í ljónin og ég þarf bara alla þá hjálp sem ég get fengið við þennan gjörning.

Með fyrirfram þökk fyrir að hjálpa mér að halda svona tveggjamanna tangó gangandi..ég kann bara ekki fleiri hrósyrði.

9

Elsku Óli......Til hamingju með afmælið elsku hjartans krúsi músi minn.

InLoveInLoveInLoveInLoveInLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með karlinn Katrín mín.  Ljón eru góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2007 kl. 13:26

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

V

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 21.8.2007 kl. 13:33

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hvað gerðist ???

En við óskum ljóninu þínu til hamingju með daginn

Þú átt náttúrlega flottasta ljónið

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 21.8.2007 kl. 13:35

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra katrína, ég hef bara enga trú á að þú þurfir hjálp til að halda í kallinn ! þú hefur sennilega allt til sjálf annars væruð þið ekki búinn að vera svona lengi saman !

til hamingju óli og til hamngju kæra katrín !

Ég heiti Ísbjörg og ég er Ljón !!!

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.8.2007 kl. 13:42

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með ástina þína. Kallinn minn heitir líka Óli en hann er hrútur. en ljónin eru flott.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.8.2007 kl. 14:10

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég hef það fram yfir ansi marga bloggvini að ég veit hvernig Óli lítur út og veit hvað hann er SÆTUR og góður og yndislegur. Þú ert heppin með mann en hann er líka mjög heppinn að eiga þig.

Ég sendi honum mínar allra, allra bestu afmælisóskir. Bið þig um að knúsa hann frá mér! Stefni þó að því að knúsa hann sjálf síðar ... og þig líka með 13. júní.

Guðríður Haraldsdóttir, 21.8.2007 kl. 14:42

7 Smámynd: www.zordis.com

Innilegar hamingjuóskir með svona flotta strák!

Óli skans í ásarfans með sinni elskulegu konu.  Njótið hvor annars og ávaxtanna .....

www.zordis.com, 21.8.2007 kl. 17:42

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Steina mín ég þarf ekki hjálp til að halda í þessa elsku...bara að hrósa honum endalaust í hástert..hehe. 

Annars er hann afskaplega mikið ljúfmenni og öðlingssál hann Óli. Og nú er best að gera eitthvað í tilefni dagsins. Horfa á sjónvarpið t.d.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.8.2007 kl. 18:27

9 Smámynd: www.zordis.com

Já, hvernig væri að kveikja á imbanum og horfa á eina ofurljúfa kvikmynd! 

 ..... Rómantík og yndisleg samvera er það sem skiptir máli!

www.zordis.com, 21.8.2007 kl. 19:06

10 Smámynd: Ingibjörg R Þengilsdóttir

Ynnilegar hamingjuóskir með afmælið frá gömlum vinum á Íslandi, það rignir hér núna, annars allt gott

kveðja

Ingibjörg R. Þengilsdóttir

vog en rísandi ljón - veit því ýmislegt um ljónið 

Ingibjörg R Þengilsdóttir, 21.8.2007 kl. 19:10

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Innilegar til hamingju með ljónið þitt. Megi hann lengi lifal

Frá ljónynjunni.

Svava frá Strandbergi , 21.8.2007 kl. 20:06

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gmanamynd, popp og kók ásatm kertaljósum og fjölskyldukúri er afmælisveisla pabbans að þessu sinni. Mér sýnist hann njósta sín vel í sófanum með sæng og fullan munninn af súkkulaði. Er að hugsa um að gefa honum gull, demanta og eitthvað úr ekta leðri í afmælisgjöf. Eru svo glysgjörn þessi blessuðu ljón. "Ég vel aðeins það besta"...verst að ég hef bara aldrei efni á því dæsir Ljónið..hehe

Takk fyrir sætar kveðjur.....hann bara hló þegar ég sýndi honum smjaðursíðuna sem ég bjó til  honum til heiðurs.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.8.2007 kl. 20:17

13 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Sæll Óli, ég vona að hún Katrín setji þig ekki í mikla klemmu þó ég knúsi þig til hamingju með daginn og þakki fyrir allar góðu samverustundirnar í MÍ í gamla daga.  Áttir þú ekki annars svarta gítarinn?  Ljón með gítar eru flott.......enda er ég gift einu gítarljóni. 

Þið eruð líka fín saman, og ég efa ekki að þið njótið þess að reyna að temja hvort annað.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 21.8.2007 kl. 21:00

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó Óli..... svo hjartanlega til hamingju með að verða 43 ára... sem er bara langbesti aldurinn.  Hún Katrín er sannarlega heppin kona.  Þú ert óendanlega sexý.  Það er hennar heppni að þið eruð ekki á Íslandi.  Hún fengi ekki nokkurn frið með þig hérna á klakanum.  Svo ertu líka svo skemmtilegur strákur..að ég hef bara aldrei kynnst neinum fyndnari en þér.    Hahahahaha......andlitin í kringum þig lýsast upp þegar þú segir þínar smellnu sögur.  Reyndar þarftu ekki annað en að vera í augsýn, svo fólk brosi.... svo laglegur að unun er á að horfa. 

Reyndu að láta ekki konuna sjá þessa afmæliskveðju. 

Anna Einarsdóttir, 21.8.2007 kl. 21:02

15 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

 --- minnist þess að hafa þekkt þennan yndislega drenghnokka í Búðardal, - í tilvist tímans, þeirri eilífðarblekkingu! --- ---

Vilborg Eggertsdóttir, 21.8.2007 kl. 21:23

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Innilega til hamingju með eðalLjónið þitt. Mikið finnst mer það passa einhvernvegin vel fyrir þig - Ljón. Rosalega er hann líka heppinn að hafa þig.

Marta B Helgadóttir, 21.8.2007 kl. 22:07

17 identicon

Ég skil þig voða vel að falla fyrir ljónum  Ég fell aftur á móti fyrir voginni (er nefnilega ljón með tunglið mitt í vog).

Til hamingju með ljónið þitt kæra bloggvinkona og skemmtilega skirfuð færsla með skondnum og skemmtilegum myndum  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 22:20

18 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ KÆRI ÓLI LJÓN 

Jóna Á. Gísladóttir, 21.8.2007 kl. 22:25

19 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Allra bestu hamingjuóskir til ektamakans. Vá, hvað hann hlýtur að vera æðislegur, eftir Upgrade your email with 1000's of cool animationsöllum sólarmerkjum að dæma. Þið eruð heppið par.
 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.8.2007 kl. 22:37

20 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Kæra Katrín, til hamingju með ljónið þitt

Guðrún Þorleifs, 22.8.2007 kl. 06:57

21 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er á eftir áætlun. Átti í erfiðleikum með að opna fullt af síðum í gærkvöldi.  Kærar afmæliskveðjur á ljónið. Í dag eiga systur mínar tvær afmæli, 56 og 60 ára, það eru víða góð ljón.  Kær kveðja til þín og þinna.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.8.2007 kl. 10:16

22 Smámynd: Hugarfluga

Betra seint en alls ekki .... til hamingju með Ljónið þitt, Katrín. Ert þú þá tiger? *roar*

Hugarfluga, 22.8.2007 kl. 13:03

23 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk kærlega fyrir góðar kveðjurtil hans Óla en nú finnst mér nóg um alla þessa athygli fyrir minn ekta maka..eða ætti ég að segja ekta makka..ljónsmakka skiljiði....

Núna vil ég vera í sviðsljósinu aftur. Þetta er mitt blogg og þið megið tala um Óla eftir eitt ár. Bless. Jusssu mía hvað það er erfitt að vera svona skuggamegin í einn dag. Er bara ekki vönessu!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 14:24

24 Smámynd: Ívar Pálsson

Verð að fá að bæta við um þetta: Fallega gert og hugsað um Ljónið. Hann laumast að vísu með að hafa Merkúr og Mars í Meyju, þarna kom það! Svo er hann heilmikil Vog (loftmerki sem jarmar við þig, Tvíburann). Fær kannski að vera Ljón 1/365 hluta ársins??? Engin hætta á Sól í Meyju þarna, því að það var 23/8/74 kl. 13:00 í Rvk. En aftur, gaman að þessu, gangi ykkur vel.

Ívar Pálsson, 22.8.2007 kl. 21:46

25 Smámynd: Ívar Pálsson

Afsakið fyrri færslu, rangt reiknað (ekki '74). Ljónskappinn þinn er samt margföld Meyja (ekki Mars), engin Vog en með Tungl í Vatnsbera sem jarmar við þig. Svo er Venus/Mars í Krabba sem vert er að skoða.

Ívar Pálsson, 22.8.2007 kl. 21:57

26 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk fyrir þetta Ívar..en skemmtilegt að fá svona stjörnuspeki. Einu sinni hittum við mann sem gerði fyrir okkur samskipta kort.....hann brosti í kampinn og sagði svo...Þetta getur sko orðið ævintýralegt..þið tvö sko..hahaha. Já er ahann líka með vatnsberann í tungli..þýðir það ekki að okkur takist að breyta heiminum saman??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 22:12

27 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt hjá spekingnum, Katrín, ég þorði bara ekki að segja það strax! Fyrst þér þykir gaman að þessu þá get ég sent þér allan pakkann úr forritinunum mínum. Sendu fæðingardagana, fæðingartíma og stað á ip@sea.is og ég sendi þér samskiptakortid ofl til baka. Það er vikulestur!

Ívar Pálsson, 23.8.2007 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 311095

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband