Leita í fréttum mbl.is

Ristað kornbrauð með avakadó og morgunviska manna

Jæja nú er ég alveg að fara á fætur.

  Ætla samt fyrst að njóta kyrrðarinnar og blogga smá. Vinafólk okkar kemur eftir klukkutíma en við notum alltaf miðvikudagsmorgnana til að læra og gera verkefni saman. Í dag ætlum við að gera ákveðna hugleiðslu sem hefur með samband okkar við foreldra okkar að gera og einnig að skoða inn í undirvitundina og hvað við erum að segja okkur sjálfum þar sem er að hafa áhrif á hvernig við bregðumst við lífinu. Stundum eru djúpstæðar hindranir að standa fyrir okkur eða neikvæð statement sem hafa innprentast til okkar frá öðrum. Þá er um að gera að umbreyta þeim eða leysa þær upp.

Þetta eru góðir morgnar og upplyftandi.

untitled8i

Morgunverðurinn minn er nýjasta nýtt í tilraunaeldhúsi mínu.

Ristað kornbrauð með smjöri og smá smurosti, avakadó sneiðum ásamt örlitlum beikonbitum og pumkin og sólblómafræjum er algert sælgæti. Maður verður að hugsa um að borða það sem er gott fyrir mann og ég get ekki beðið eftir fyrsta alvöru haustdeginum því þá verður grænmetissúpa Katrínar elduð sem er alveg hreint einstök.

Þú ert það sem þú borðar og þú ert líka það sem þú hugsar.

Hvað er ég þá þegar ég hugsa bara um að borða grænmetissúpuna mína???

B27

Þessu morgunspjalli mínu langar mig að ljúka með ljóði sem vekur mann til umhugsunar.

Hvar ertu viska sem vildir mér ráða

Hvar ertu móðir sem hvattir til dáða

Hvar ertu faðir sem kenndir mér tökin

Hvar er ég sjálfur sem skil ekki rökin.

 

Mennirnir byggja múra

múra sér jafnvel klefa

með veggi úr eldföstum efa.

Gluggi er ýmist enginn

ellegar hálflokuð rifa

-Svo dúsa menn þarna dauðir

daga sem eins mætti lifa.

Úlfur Ragnarsson

vk2007b-kushdoorsofnight

Eigið góðan dag bloggvinir og munið að næra bæði  líkama og huga

 með einhverju fallegu og upplyftandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 09:57

2 Smámynd: www.zordis.com

Þetta ljóð er virkilega gott ...

Spennandi með vinnuhópinn þinn og hugleiðsluna, andlegar nótur og útgeislun þín eru yndisleg!  Ég hlakka til svo margs sem bíður og þar ert þú mín kæra! 

Dagurinn, er heitur eftir rigningu nætur, og ég ætla að vera falleg og upplyftandi í dag .....

www.zordis.com, 22.8.2007 kl. 10:26

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Grænmetissúpa namm er það leyniuppskrift 'ef ekki viltu þá vera svo góð láta hana á síðuna þína??? en ljóðið er mjög gott.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.8.2007 kl. 10:41

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Kristín mín fann hérna gamla færslu þar sem grænmetissúpuuppskriftin er gefin upp.

Ég er alltaf að reyna að rata hinn gullna meðalveg. Las það einhversstaðar að það væri gott fyrir mann að ganga þann veg. Einar vinur minn söng hér um árið..Ég vil ganga minn veg, þú vilt ganga þinn veg..einhverntímann mætumst við á miðri leið...oh je baby! En minn vegur á ekki að vera úr gulli heldur grænmeti. Það er einhverveginn lífrænna og ef allt verður að gulli sem maður snertir þá er þetta líf búið. Farið. Má ég þá frekar biðja um brakandi ferskt brokkoli og gulrætur.Komið af jörðunni og mildi moldarinnar, vaxið í kærleika sólarinnar og vökvað af vinveittu regni. Og um þetta verðum við að hugsa áður en við förum að ganga endalausa álvegi og glepjast að því að gullið sé hið eina sem geti bjargað okkur. Muniði ekki söguna um kónginn sem fékk eina ósk og vildi að allt breyttist í gull og var ekkert  glaður þegar einkadóttirin varð að gullstyttu og hann grét gulltárum yfir heimsku sinni. Svona getur maður lært af dæmisögum.

Læt hér fylgja uppskrift af gæðagrænmetissúpu sem er hér alltaf á borðum þegar kalt er og dimmt. Hún lýsir upp hugann og hlýjar hjartanu og svo er hún bara svo obboslega gómsæt og holl.

Kartöflur, gulrætur, brokkoli, paprikkur, laukar..bæði hvítlaukur og rauðlaukur.þetta er allt saxað niður og sett í pott.Fullt af vatni og krafti, chilli og krydd sem manni líkar. Gaman að prófa sig áfram með bragðið. Mér finnst æðislegt að nota green lentils, niðursoðna tómata með garlic og herbs út í til að fá rauða litinn og gefa henni flott texture. Það skiptir nefninlega máli hvernig matur lítur út. Svo má auðvitað bara nota allt sem til er í í ísskápnum..afganga af nautakjötsbita..smá kjukling eða bara hvað sem manni dettur í hug. Það á flest allt heima í grænmetissúpu Katrínar. Með súpunni borðum við nýbökuð smábrauð og salat og eigum notalegar samræður saman fjölskyldan. Mikilvægt að hafa kertaljós á borðinu og brosa fallega. Maður er algerlega endurnærður á sál og  líkama eftir svona dýrðarmáltíð.súpan

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 14:42

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir þessi gullkorn þín og súpuna góðu.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.8.2007 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 311095

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband