Leita í fréttum mbl.is

Af hverju sjónvarpar Rúv ekki beint frá mótmælunum á Austurvelli svo fólkið úti á landi geti séð með eigin augum hvað er að gerast í lýðræðisbaráttunni??

Hvers á landsbyggðin að gjalda og þeir sem ekki komast að heiman vegna veikinda t.d?

Rúv á að flytja efni og fréttir til landsbyggðarinnar og þá sérstaklega á neyðartímum eins og nú eru. Skora hér með á RÚV að standa sig vel í því hlutverki og byrja útsendingar á morgun...það getur ekki verið dýrara en beinar útsendingar frá fótbolta eða öðrum íþróttaviðburðum. 

Öll þjóðin þarf að geta sameinast um kröfur sínar.

Heyrði í útvarpinu að á forsíðu finnsks dagblaðs hafi staðið.."Við viljum auðvitað aðstoða vini okkar íslendinga en ekki fyrr en skúrkarnir eru farnir frá völdum.!!!

Er ekki öllum orðið ljóst hver tappi þjóðarinnar er??

Öllum nema ráðamönnum sjálfum sem sitja sem fastast..þrátt fyrir að seta þeirra sé þjóðinni stórskaðleg.

Hversu rosalega miklir eiginhagsmunaseggir þurfa menn og konur að vera til að geta tekið sína  eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni og velferð heillar þjóðar??

Geta skilaboð þeirra til okkar nokkuð orðið skýrari??

Mætum öll á Austurvöll á morgun.

Krafan er skýr.

Burt með spillingarliðið!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það yrði þá dagur sem ég get ekki séð að renni upp, þ.e. að sjónvarpað yrði beint.

Vonandi fyllist bærinn að mótmælandi fólki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 09:08

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég var staddur á Hólmavík s.l. laugardag og fann einmitt fyrir þessum skorti á upplýsingum. Fréttirnar snérust auðvitað bara um eggjakastið og Bónusfánann.

Hjálmtýr V Heiðdal, 14.11.2008 kl. 09:10

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Einmitt Hjálmtýr...því miður bar sumum fréttamönnum ekki sú gæfa til að sýna hlutlaust frá Austurvelli en með beinum útsendingum ætti fólk betur með að sjá og heyra hvað raunverulega fer þar fram. Og það er líka mikilvægt að þjóðin öll viti hvað er verið að segja og krefjast á Austurvelli og að fólk sjái að við mótmælendur erum bara venjulegt fólk sem er búið að fá nóg og krefst alvöru úrræða.

Eitt af stóru hlutverkum Rúv er alltaf sagt vera það að koma upplýsingum til þjóðarinnar á neyðartímum og m.a hafa afnotagjöldin verið réttætt út á það einmitt. Jæja Rúv...nú eru neyðartímar..þjóðin þarf upplýsingar... ég sem greiðandi afnotagjalda krefst þess að þið sinnið hlutverki ykkar á ögurstundu!! Takk fyrir.


Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 09:18

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér skilst að það verði mótmæli á Akureyri á morgun og svo heyrist mér verkalýðshreyfingin vera að vakna  LOKSINS og talar um að vera með í mótmælum víða um land. Vonandi að verkalýðshreyfingin komi því á framfæri þannig að það fari ekki framhjá neinum.

En samt á Rúv að vera með beinar útsendingar...ekki spurning!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 09:55

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þessa kröfu um að sjónvarpið sýni beint frá fundinum. Við eigum rétt á því, fólki úti á landi sem ekki komumst að fá að taka þátt gegnum sjónvarpið.  Beinar útsendingar straX á morgunn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2008 kl. 11:29

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég var að pósta tillögu, sem gæti breytt þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2008 kl. 11:37

7 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Rétt athugað hjá þér Katrín mín. Nú ríður á að við stöndum saman og verjum hagsmuni almennings.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.11.2008 kl. 11:39

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég sendi eftirfarandi tölvupóst á <odinnj@ruv.is>, <pall.magnusson@ruv.is>, <sigruns@ruv.is>, <thorhallur.gunnarsson@ruv.is>:

Góðan dag,

Mig langar að forvitnast hvað þarf fjölmenna mótmælafundi til að RÚV-Sjónvarp sendi beint út frá þeim? Ég minni á að þegar vörubílstjórar mótmæltu við Geitháls var aukafréttatími sendur út beint þaðan.

Á morgun kl. 15 er reiknað með mörg þúsund óánægðum Íslendingum á Austurvöll. Hugsanlega verða þetta fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar. Ætlar Sjónvarp allra landsmanna að verja sjálfstæði sitt eða fylgja þöggunarstefnu stjórnvalda?

Svar óskast.

Með góðri kveðju,

Sigurður H. Sigurðsson.

Vona að mér fyrirgefist kæri Sigurður að koma þessu frábæra framtaki að hérna líka.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 14:03

9 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ekkert að fyrirgefa. Ég vona að sem flestir sendi þeim skeyti.

Sigurður Hrellir, 14.11.2008 kl. 14:24

10 Smámynd: Sigurður Hrellir

Nú er fréttastofa RÚV, Sjónvarp og Útvarp, búin að senda beint út frá blaðamannafundi í Valhöll. Nú bíð ég spenntur að sjá hvort þeir sýni Sjálfstæðisflokknum eða fólkinu á Austurvelli meiri hollustu.

Sigurður Hrellir, 14.11.2008 kl. 15:15

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já ég tek undir með þér Sigurður. Við bíðum spennt!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 15:21

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

baráttukveðjur !!!

knus frá mér

steina í lejre

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.11.2008 kl. 16:08

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Svo virðist að ekki standi á beinni útsendingu með áróðri sjálfstæðisflokksins. Almenningur á bara að greiða afnotagjöldin.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.11.2008 kl. 18:05

14 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Auðvitað á að senda beint frá mótmælunum. Ég komst ekki síðasta laugardag og var svo einföld að kveikja á sjónvarpinu en nei, þar var ekkert, heldur ekki í útvarpinu.

Þóra Guðmundsdóttir, 14.11.2008 kl. 18:57

15 Smámynd: www.zordis.com

Sjónvarp allra landsmanna á ad zjóna zjódinni! GAngi ykkur vel, í anda skal ég vörd standa med ykkur.

www.zordis.com, 14.11.2008 kl. 21:33

16 Smámynd: Hjalti Árnason

RUV.....Einmitt.

  • Hver er æðsti yfirmaður stofnunarinnar??
  • Hver borgar starfsfólki RUV laun??
  • Væri auðvelt fyrir fréttamann sem stýrði svona sendingu, að vinna áfram sem fréttamaður??

Ég bara spyr. Sjónvarp allra landsmanna er sjónvarp þjóðrembinga, Þjóðrembingar rugga ekki bátnum að eigin frumkvæði. Að þeirra mati eru náttúrumyndir, sápuóperur og aðrar endursýningar af heiladrepandi andskota fæði sem fólk flest á að sætta sig við. Þeir stjórna því hvað ÞÚ horfir á og vita hvað er þér fyrir bestu.

Og spillingarliðið heldur í taumana.

Takk fyrir mig!

Hjalti Árnason, 14.11.2008 kl. 21:53

17 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég er á landsbyggðinni og horfði á þetta í sjónvarpinu. Fannst reyndar svolítill menntaskólabragur á mótmælunum, þ.e. að fólk væri svolítið að mótmæla mótmælanna vegna, en ekki vegna þess að það hefði skýra sameiginlega sýn eða stefnu. Var bara fegin að vera þarna ekki.

Tek undir það sem Eiríkur B. skrifaði hér að ofan.

Svala Jónsdóttir, 15.11.2008 kl. 18:13

18 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Guð forði okkur frá að fara sjónvarpa frá þessum mótmælum í beinni útsendingu, nóg fanst mær að hlusta á það sem kom í fréttunum, þau skila okkur engu. Stjórnvöld eru á fullu að leisa úr þeim vanda sem of þensla bankanna leiddi okkur. Það gerir enginn gagn með múgæsingu

Ragnar Gunnlaugsson, 15.11.2008 kl. 22:03

19 identicon

Sæl Katrín.

Þetta er allt saman eðlilegt.EKKI SJÓNVARPA ÞESSU,gæti hin eini og sanni BJÖRN BJARNASON,víkingasveitareigandi hafa sagt.

það gæti blásið út óeirðir og þá yrði Bjössi Víkingur þurft að kalla út þetta 250 mann varalið. og það kostar Peninga.

Nei,Bjössi Víkingur veit hvað syngur!

Kærleikskveðjur á allt liðið. Trú, Von og Kærleikur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 01:07

20 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Finnst ykkur það ekki skýr krafa að vilja ríkisstjóninga burt..spillingarliðið frá sem er núna að rannsaka sjálft sig?? Halló...kröfurnar eru mjög skýrar og vilji fólksins á að heyrast.

Þetta voru rosalega flott mótmæli og gífurlega mikil samstaða,,og hún skiptir svo miklu máli í ástandi eins og núna. Það finnur kannski enginn nema að vera á staðnum en ég hef lesið það hér á blogginu að fólk heima jafnvel felldi tár yfir að fólkið sé loksins að standa saman upp geng kúguninni sem hér hefur ríkt alltof lengi.

Við megum vera stolt af því að við erum að mótmæla kúgurum okkar á friðsamlegan máta..og standa með sjæálfum okkur. Og þeir sem enn trúa á gjörninga blikkinganna verða bara að fá að hafa það í friði. En vonandi fer þeim fækkandi sem enn hafa ekki vaknað og séð hvað hér er raunverulega í gangi.

Landsbyggðin ´æa skæylausan rétt að fá að gylgjast með..leyfum þeim að meta fyrir sig hvað þeim finnst um það sem þarna fer fram..ekki hafa fréttamenn staðið vaktina með sóma hingað til..eða hvað??? Treystið fólki til að taka eigin ákvarðanir og mynda sér skoðanir sjálft.

Annað er ekki lýðræðislegt. Og um það snýst þessi barátta..um raunverulegt lýðræði!!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.11.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband