Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Dansandi dilemma konu

Jæja nú er komið að því að ég fer og leyfi hárgreiðslukonunni minni að komast í tæri við ærið verkefni. Hún þarf a.m.k einn tvöfaldan ef hún á að geta tjónkað við hárstrýið á mér og gert mig glaða. Þetta er mín dansandi dilemma...hvernig hairdo ætti ég að fá mér?. Hvað hæfir og hentar svona kerlu eins og mér?? Ég er hundrað sinnum hræddari við hárgreiðlukonur en tannlækna.

Er ég tískudrós eða tataratýpan?

 Gala eða gleðikona?  Hippi eða hefðarfrú? Hvað haldiði að fari mér best?  Og að maður tali nú ekki um litinn. Rautt eða röndótt? Músabrúnt eða mógult? Svart eða sítt? Toppur eða tjásur? Liðað eða látlaust? Hrokkið eða hangandi?

Er það á konu leggjandi að taka ákvörðun um hárgreiðslu og stíl? Nei ég held ekki og því legg ég hár mitt í ykkar hendur og bið um ráð. Hvernig teljið þið að mér fari best að greiða mér?

 Ég vil taka það fram að ég á ekki greiðu enda nota ég aldrei slíkt tól.

217845 

Ég treysti á ykkur.

 Eina sem ég fer fram á er að ég verði ómótstæðilega fögur og fín eftir meðferðina og vörubílstjórar flauti á eftir mér á götum úti.

Takk.

 


Ljóð dagsins

200408643-001

Standandi styrkir á hæðinni

horfandi yfir himinn og haf

Óhagganlegir í vissunni

um að þeir séu á sínum stað.

Steinninn í þunganum

fastur fyrir í örbroti orkunnar

sem býr hann til

Leysist upp og verður ský

brot af alheimi sem á sér engin takmörk

200505497-001

Lyftu þér upp úr þunganum og fljúgðu frjálsa mannvera.

 


Athugun 14

200509447-003200509447-001

Hvað dettur þér í hug þegar þú horfir á þessar myndir?

Vinsamlegast setjið hugmynd, áhrif, tilfinningu eða upplifun af þessum myndum í athugasemdir.


Minn kæri kroppur

10194449

Að vera sjálfum sér góður og gera sér gott er eitthvað sem maður ætti að láta eftir sér oftar.

Í alvöru að koma fram við sjálfan sig eins og það skipti mann máli að maður sé í lagi og líði vel. Það er svo margt til sem er hrein dýrð og dásemd og margt af því alveg ókeypis. Stundum hagar maður sér gagnvart sjálfum sér eins og einnota ódýrum nælonsokkabuxum.

 Að maður fái sér bara nýtt eintak ef það kemur lykkjufall.

Náttúran býr yfir næringu af öllum toga sem bætir hressir og kætir.

200474818-001200464240-001200474819-001

Fótabað er unaður fyrir þreytta fætur sem eru alltaf á ferðinni.

Hafa eflaust tekið  milljón skref og eiga skilið að fá sérstaka umönnun. Þetta er eini partur líkamans sem er stöðugt í snertingu við jörðina og ber restina af okkur uppi.

Vatn, olíur, nudd og blóm eru vel við hæfi

til að þakka þessum iljum og tám fyrir allt erfiðið.

200327279-002

Takk fyrir mínar tíu tær fyrir að halda jafnvæginu og fara með mig þangað sem ég þarf að komast.

200327279-003

ORKUSTEINAR

10176643 

OG KRISTALLAR10183234

Hvíld slökun og góðar hugsanir gera heldur betur kraftaverk.

10157817

Vertu góður við sjálfan þig.  Ef þú ert það ekki hver er það þá??

Það þarf að næra og elska hverja einustu frumu í kroppnum bæði utan frá og innan frá.

10176644

Uss! Ég er að slaka á og hugsa heilbrigði inn á frumurnar. Þessar oggu pínu agnarlitlu mikilvægu frumur mínar sem þurfa jafnvægi til að geta gert sitt vel.

Minn kæri kroppur ég klappa þér og kitla laust og ætla nú að muna eftir að vera þér svo góð að ég verði alveg einstakt gamalmenni sem hoppar og skoppar um grundir og móa.

10131977

 


kristallaleiðangur

Ég er að fara í ævintýraferð út í buskann með vinkonu minni Jacqui. Við kynntumst á kaffihúsinu mínu fyrir nokkrum árum fyrir algera tilviljun. Tilviljanir eru reyndar ekki til. Við vorum leiddar saman af englunum okkar sem sáu strax að við tvær gætum sko brallað ýmislegt saman og eignast góða vináttu í hvor annari.

Í dag erum við sem sagt að fara í lítið þorp niður við sjóinn þar sem einstök kristallaverslun er til húsa. Maðursinn sem rekur þessa verslun ferðast víða um heim og kennir kristallaheilun og um mátt kristalla og hefur alveg einstakt safn í þessari ´litlu verslun sinni. Örugglega líka margt annað spennandi að skoða, sjá og tala um.

487798

Sendi ykkur svo galdrandi strauma með skínandi kristallaorku þegar ég kem heim.

Eigið góðan og litríkan dag elskurnar.


Dagsmyndir

Ljúft kvöld.

Góð samtöl í síma, góð vinna og gott dagsverk.  Ray Charles og Ramóna. 

 Endurfundur við Poopeek vinkonu mína frá Íran sem býr til glerfiðrildi og gifti sig og fann ástina með sínum danska manni. Eins og bláklukka innan í sér sú kona..viðkvæm, fögur og tignarleg.

 Eins og eikin að utan. Óhagganlega sterk.

70009232200267577-001 

Af svo mörgu misjöfnu getur einn dagur samanstaðið og búið til enn eina myndina sem dreymir sig svo inn í minninguna sem við köllum líf.

 Persónur og leikendur erum við.

Leikstjóri og handritshöfundur.

Þú?

7001033610105025rok

Dagurinn sem heiluninn kyssti kalda kinn. Stormurinn faðmaði lognið. Fótsporið elti þig.

Og þú ert ekki bara þú bara þú bara þú.

Og ég er ekki bara ég bara ég bara ég.

Samanstendur af myndbrotum sem verða minning lífs.

10075963

Lifandi tindrandi óskir og fjögur lauf.

 

Listen


Kúri kúr í rigningunni

10188693

Í kvöld ætla ég að kúra í mínum fína kofa og horfa á sjónvarpið. Er að horfa á þátt þar sem verið er að koma upp um skúrka sem fara heim til fólks að laga..píparar og tölvuviðgerðarmenn sem eru svoleiðis svindlarar og rukka fólk um fúlgur fyrir ekki neitt. Svo stökkva sjónvarpsmenn fram sem mynda allan skandalinn og skúrkarnir taka á sprett. Er ekki til mikið af skúrkum alls staðar. Maður má bara vera þakklátur þegar maður lendir á heiðarleika í viðskiptum nú til dags. Ég er t.d núna að stefna bankanum mínum hérna fyrir stórfeldan þjófnað í ofteknum gjöldum. Hugsið ykkur meira að segja bankastofnanirnar eru þjófóttar og óheiðarlegar.Shocking

Ég sef bara með peningana mína undir koddanum núna..það er alveg þægilegt þar sem hrúgan er ekkert risastór og enginn þar sem stelur stöðugt af þeim.

 Svo ætlum við að horfa á myndina um Ray Charles en ég held að hún sé góð.

Þegar það rignir svona eins og það hefur gert undanfarna daga er hrikalega gott að kúra og horfa á imbann og fara snemma að sofa.

rain 

Drip drop drip drop...

Raindrops keep falling on my head...I am singing in the rain..Rainy nights in GeorgiaWhistling

It´s rainin menW00t Halleluja!!!!

 

 

 


Röfl án titils

Fyrst byrja ég á varnaðarorðum......þetta er ekki hugræn atferlismeðferð sem þið fáið núna með því að kíkja við á blogginu mínu. Ég þarf fyrst að röfla heil ósköp og svo sjáum við til með allt þetta gasalega góða og yndislega í heiminum.

Fólk og fréttir

Í morgun þurfti ég að tala við vanskapaðan fasteignasala sem er búinn að missa minnið. Símastúlkan hans er líka búin að missa minnið því hún man aldrei eftir að koma skilaboðum til skila og nú held ég að lögfræðingurinn minn sé búinn að missa vitið. Hann bara veit ekkert í sinn haus..ekki einu sinni hvað eru lög og hvað eru reglur. Hvað þá að hann kunni almenna mannasiði.  Er það skrítið að maður verði smá pirraður þegar dauðasyndirnar sjö virðast ráða ríkjum hvar sem fleiri en tvær krónur eru saman komnar í nafni gróða? Og hvernig er hægt að reka fyrirtæki þar sem enginn man hvað hann sagði í gær og bullar bara upp nýjan sannleik daglega og er frumlegri og hugmyndaríkari en ég í sköpuninni og er þá mikið mælt!!

human face 2

 Kannski ráð að spyrja stjórnmálamenn um hvernig þetta er gert. Nei annars ég er hætt að ergja mig á pólitíkinni. Hef bara eina spurningu um kosningarnar og það allt áður en ég held áfram jarðnesku röfli mínu. Mega ekki kjósendur alveg skipta um skoðun og fá að breyta atkvæði sínu núna þegar það kemur í ljós að það er hvort eð er ekkert mark tekið á þeim.? Mega þeir ekki segja..hey þó ég hafi sagt Á í gær meina ég T í dag. Ég var bara að ljúga þegar ég kaus..ok? Maður sér bara fullt af fólki sem var í framboði gera þetta og það fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og alles. Eins og þau kunni ekki að skammast sín.

Það mætti nú kenna sumum þá list að skammast sín. Þó að skömm sé verulega neikvæð og vond tilfinning og geri engum gott þá er samt allavega nauðsynlegt að kunna skil á réttu og röngu..er það ekki? Mér er stundum lífsins ómögulegt að lesa í þennan heim og mannfólkið. Svo er sagt að við lifum öll í rökhyggjunni og gleymum hjartanu en samt er varla nokkurstaðar heilbrigða skynsemi og sanngirni að sjá í neinu.  Bara næstum hvergi!

Eins og frændi vitlausa lögrfæðingsins sem kann ekki mannasiði og góða framkomu sitji einhversstaðar og stjórni heiminum fullur og frekur.Og allir trúi því að hann sé einmitt maðurinn sem við ættum að hlusta á. Einhver sem mætir í vinnuna sem ráðgjafi okkar en gleymir alltaf hausnum heima. Hvaða vit er í því??'

200510027-001

Já...ég segi ekki meir.

 Enda hef ég röflað það vel og mikið að ég anda nú eðlilega og sé skýrt. Komin með súrefni til heilans og farin að muna hvað skiptir máli. Og hvernig breytingar gerast á svona plánetum. Innan frá og út. Anda inn og anda út og finna fyrir ljósinu í hjartanu og senda það í hausinn á öllum vitleysingunum þarna úti svo þeir megi líka finna sinn innri frið visku og gæsku.

Oh..þarna missti ég mig aðeins..en Guð fyrirgefur mér..hann sér nefninlega að ég er svolítið að grínast núna. Þó mér sé á sama tíma fúlasta alvara líka.

Maður má gera bæði.

jésú

Við skulum enda þetta röfl reiðrar húsmóður á fallegri sögu sem er mjög lærdómsrík og á einmitt svo vel við boðskap dagsins.

Einu sinni var indíáni spurður hvort hann vissi hvað samviskan væri.

"Já sagði hann...ég þekki hana. Hún er þríhyrningur hérna inni" sagði hann og benti á brjóstið á sér. Hún er með beittum hornum. Þegar maður gerir eitthvað rangt eða lýgur snýst samviskan svo beittu hornin skera holdið og meiða og manni blæðir. En ef maður gerir eitthvað vont og lýgur nógu mikið og nógu oft rúnnast hornin smátt og smátt af og maður finnur ekkert fyrir þegar hún snýst. 

10119366

Munið svo að passa vel uppá hornin á ykkar samvisku í dag góðu bloggarar.

Og anda inn og anda út ljósi til allra sem á þurfa að halda.

Líka til mín takk!!


Óskagyðjurnar mættar!

godd3

Það er hætt að rigna og tímabært að líta út og skoða hið nýja útsýni.

Gróðurinn ilmar af ferskleika og fuglarnir dásama hið hreina.

Ég líka.

Gyðjur af öllum toga mætast og ákveða saman nýja framtíð sem ber keim af óskum okkar.

Óskaðu þér vel og af vanda.

Óskin sú gæti ræst.

Hver er hún?

 


Lesið í regninu

books

Þegar það rignir eldi og brennisteini.... nú eða milljón trilljón regndropum nokkra daga í röð langar mann mest að kúra í sófanum og lesa eitthvað gasalega uppörvandi og gott.

Eitthvað sem lætur sól skína í sinni og hugann fljúga yfir sólblómaakrana.

 Flýja úr grámóðskunni yfir í sólarlöndin.

200517036-001

Og ég opna litla bók sem liggur í bókaskápnum og les.....

You must constantly ask yourself these questions:

Who am I around?  What are they doing to me?  What have they got me reading?  What have they got me saying?  What do they have me thinking?  Where do they have me going?  And the most important, what do they have me becoming?

Then ask yourself the big question: Is that ok?

Um það ætla ég að hugsa þar til regninu slotar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 310934

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband